22.7.2020 | 20:10
Tvöfaldur ávinningur af Íslendingum sem ferðast innanlands.
Íslendingur, sem er vanur að fara til útlanda á hverju ári, og hættir við það, sparar erlendan gjaldeyri, sem hann hefði eytt erlendis.
Ef hann ferðast fyrir jafnmikla peninga innanlands kemur hann í stað erlends ferðamanns, sem hefði fært gjaldeyristekjur i þjóðarbúið.
Þessi áhrif ber ekki að vanmetta, en hitt er rétt, að fyrrnefnd ferðalög eru einfaldari en ferðalög þeirra útlendinga hér á landi eru, sem þurfa rútur, leiðsögufólk og margt fleira.
Brottfall þessara hundraða þúsunda ef ekki meira en milljónar erlendu ferðamanna er því að sjálfsögðu hrikalegt áfall, sem yfirskyggir því miður annað.
Áhrif innlendra ferðamanna ofmetin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.