Áföll geta oft leitt til umbóta.

Það hefur verið sagt að mestu meistararnir á ýmsum sviðum verði það ekki eingöngu vegna hæfileika eða þess sem þeir búa yfir beint, heldur skilji það á milli feigs og ófeigs hvernig þeir vinni úr áföllum og ósigrum.  

Þetta gildir víðar en um einstaklinga, allt til þess að heilu þjóðirnar læri af mistökum og andstreymi.  

Ferðaþjónustan var augljóslega komin út á vafasama braut síðustu árin áður en COVID-19 setti allt á hvolf. Eins konar gullgrafaraæði og offjárfestingar höfðu gripið um sig og æðibunugangur farinn að vinna gegn farsælli framvindu. 

Það hefur verið sagt að góðir hlutir gerist hægt, og það gæti vel átt við endurskoðaða stefnu í málefnum ferðaþjónustunnar. 

 


mbl.is Stór sameining í ferðaþjónustunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband