24.7.2020 | 16:11
Oft hefur verið kosið síðar en í september.
Nokkrum sinnum á fullveldistímanum hefur verið kosið seinna á hausti en í september. Má nefna kosningarnar í október 1942, 1946, 1949, 1959, desember 1979, nóvember 2016 og 2017.
Ekki tókst að mynda þingræðisstjórn 1942, en það stafaði ekki af því, hvenær kosningarnar fóru fram, heldur vegna trúnaðarbrests milli formanna tveggja stærstu flokkanna, sem varð, alveg óháð þessum kosningatíma.
Eftir allar hinar sex kosningarnar tókst að mynda ríkisstjórn.
Kosningarnar í desember 1979 tókust vel, þótt þær væru í dimmmasta vetrarmánuðinum, og þrátt fyrir ótta margra um að óráð væri að kjósa á þeim tíma.
Kosið 25. september 2021 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fyrir mig skiptir engu máli hvenær kosið er, enda ekki mikilvægt, nema þegar ríkisstjórn er sprengd að ástæðulausu. Dæmi um þetta er þegar ríkisstjórn Sigmundar Davíðs var sprengd.
Ekki að það komi þessari færslu beinlínis neitt við, en ég vil tilkynna að ég muni annað hvort kjósa Miðflokkinnn eða Flokk fólksins. Aðrir þingflokkar koma ekki til greina. Og ég mun ekki skipta um skoðun, þótt á mig verði borið fé.
Stefán (IP-tala skráð) 24.7.2020 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.