28.7.2020 | 21:11
Upplýsingaskilti um Hlíðarhúsin? Hús alþýðunnar hafa gleymst.
Nú er er orðið svo óralangt síðan síðuhafi lá í bókum Jóns Helgasonar og fleiri um Reykjavík fyrri daga, að fara þarf varlega í að reyna að rifja það upp. fHitt er þó víst, að eitt af því, sem vakti hvað mesta forvitni þá og gerir enn, eru fyrirbrigði á borð við svonefnd Hlíðarhús sem stóðu á svæði við vesturhluta gömlu hafnarinnar, þar sem nú eru Nýlendugata og Vesturgata.
Fróðlegt væri að vita hvernig þessi hús voru að innan, miðað við það hve nálægt höfninni þau stóðu og gátu því borið keim að því að vera íverustaðir og vinnusvæði i bland.
Í hugann koma skúraraðirnar sem voru fyrri hluta síðustu aldar við Skúlagötu.
Það er nefnilega ekki síður ástæða til þess að gefa húsakosti alþýðu fyrri alda gaum, heldur en eintómum stórbýlum.
Í nokkrum hafnarborgum Norðurlanda má sjá veglega haldið utan um merkilegan húsakost og bryggjur, svo sem í Björgvin og Þrándheimi.
Hér á landi ættu að vera til kvikmyndir að innan og utan af litla torfbænum á Skarðsá í Sæmundarhlíð í Skagafirði, þar sem sómakonan Pálína Sæmundsdóttir bjó.
Ekki langt frá eru gömul torfhús varðveitt, Glaumbær og Víðimýrarkirkja, sem gefa hugmynd um lífið á stórbýlum og höfðingjasetrum.
Endurreisn torfbæjarins litla á Skarðsá, myndi gefa kost á að skoða þessa ólíku bæi í afar heillandi samhengi.
Í Reykjavík koma Hlíðarhúsin og góður íbúðarbraggi í hugann ásamt veglegum upplýsingaskiltum til greina sem andstæða við glæsihús fyrri tíma.
Leynistígur fær andlitslyftingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held að þessi frétt sé vitleysa. Hlíðarhúsin stóðu aldrei við Nýlendugötuna heldur við Vesturgötu (og eitt hús við Ægisgötuna sem stendur enn). Þá voru þetta engin fátækrahíbýli heldur hin reisulegustu hús. Páll Líndal skrifar sérstakan kafla um Reykjavík í Landið þitt Ísland, 3. bindi, þar sem þetta kemur fram (Hlíðarhús voru Vesturgata 24-28, sjá bls. 260).
torfi stefánsson (IP-tala skráð) 29.7.2020 kl. 07:04
Takk fyrir þetta innlegg, því að pistill minn hefst á því, að erfitt sé að átta sig á því hvar Hlíðarhúsin voru í raun. Eftir stendur, hve eftirtektarverð og áhugaverð þessi hús voru.
Ómar Ragnarsson, 29.7.2020 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.