Eðlileg viðbrögð vegna COVID-19 í ljósi stöðunnar.

Þegar litið er til baka yfir síðustu vikurnar hefur það blasað við, hve mjög var slakað á þeim aðgerðum, sem færðu okkur svo góðan árangur í baráttunni við COVID-19. 

Langflestir skildu orðið "valkvætt" á þann veg, að 2ja metra reglan um mannhelgi gilti annars staðar en hvað varðaði þá sjálfa. 

Viðast mátti sjá, að handþvottur var á undanhaldi miðað við það sem áður var. 

Áhorf á upplýsingarþætti um COVID-19 hafði hrapað úr um 50 prósentum niður í 4 prósent. 

Heyra má á viðtali í fréttum Bylgjunnar hjá veitingamanni, að frekar eigi að taka hart á starfsemi ferðaþjónustunnar á landamærum heldur en annars staðar. 

Dæmi um það, hve mjög virðist hafa dofnað mjög yfir viðhorfinu "við erum öll almannavarnir". 

Fyrir bragðið erum við að komast á ný nær því stigi, sem ríkti í maí, því miður. 

 


mbl.is Samkomumörk í 100 og tveggja metra reglan skylda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Flest innanlandssmitin í þessari seinni bylgju má rekja til íþróttamóta sem er óskiljanlegt að áhorfendur hafi verið leyfðir á.

Frá því að faraldurinn byrjaði hefur hins vegar ekki eitt einasta smit verið rakið til innlendra skemmtistaða.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.7.2020 kl. 15:29

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Fólk þarf bara að bera ábyrgð á eigin hegðun og sýna öðrum tillitssemi.

Það væri til bóta ef þeir sem eru í áhættuhópum bæru einhver  mekri þegar þeir eru meðal almennings (gul vesti?) til að við hin getum aðstoðað þau eftir bestu getu með 2 metra fjarlægðina og annað.

Ég hef ekki miklar áhyggjur af því að smitast sjálfur en móðir mín er 91 og kringum hana viðhef ég allar varúaðrráðstafanir í bókinni.

Grímur Kjartansson, 30.7.2020 kl. 15:53

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður nafni.

Veit ekki hvort er sorglegra, pistill þinn eða athugasemdir.

Það er ekkert sem bendir til þess að fólkið sem smitaðist hafi fengið smit sitt vegna óaðgæslu.  Allt bendir hins vegar til að smitið er komið utan frá.

Til að einfalda fyrir þig málið þá hlýtur þú að skilja að það er ekki nóg fyrir þig að passa þig á salómellu með því að borða aðeins fulleldað og passa þig á krossmengun, ef drykkjarvatn þitt er vísvitandi mengað af salómellusmiti. 

Það þarf virkilega mikla meðvirkni að átta sig ekki á þessu samhengi.

Og Guðmundur, hvað er eiginlega að þér??

Pabbinn á Reycup var smitaður áður, hann hefur sannarlega ekki smitað neinn á Reycup ennþá.  Hafi svo verið þá hlýtur þú að spyrja, hvar smitaðist hann upphaflega??

Og sá sem var smitaður á frjálsíþróttamótinu var smitaður þegar hann tók þátt!!

Hvað kemur þá mótið smiti hans við??

Það er viss ábyrgð að vera Sapiens.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.7.2020 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband