Myndu tilmæli um að stöðva "valkvætt" á rauðu ljósi duga?

Hugsum okkur að verið væri að setja upp umferðarljós í fyrsta sinn og að "mælst væri til" eða "valkvætt" hvort ökumenn stöðvuðu bíla sína á rauðu ljósi. 

Yrði mikill árangur af slíku?   Ekki, miðað við það, að stöðvunarskylda er í öllum löndum við rautt ljós, jafnvel þótt engin umferð sé til að víkja fyrir í augnablikinu. 

Slík skylda er greinilega vegna þess, að það er talin eina aðferðin til þess að rauðu ljósin geri fullt gagn, jafnvel þótt ökumenn bentu á, að þegar enginn er á grænu, verði þeir, sem bíða á rauða ljósinu að bíða til einskis.    

 

 


mbl.is Tilmæli eða fyrirmæli?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frá því að sett voru upp umferðarljós í fyrsta sinn hefur verið "mælst til", "valkvætt" og treyst á dómgreind ökumanna á gulu ljósi.

Við vorum á gulu ljósi, það var ekki grænt, covid farið og allt leyfilegt, og heldur ekki rautt þar sem covid er á alvarlegu stigi og mikið er bannað. Dómgreind Íslendinga brást á þessu gula covid ljósi og því erum við aftur komin á rautt. Dómgreind Íslendinga víkur fyrir fótbolta. Gáfnafar þjóðarinnar er ekki meira en það og hætt er við að tímasetning næstu tilslakana taki mið af því.

Vagn (IP-tala skráð) 30.7.2020 kl. 21:17

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta er beinlínis rangt. í Florida er reglan sú að heimilt og skylt er vegna umferðar fyrir aftan, sem annars flautar á þig,  að "framkvæma right turn on red" og gefa ærlega í svo að hinir komist strax á eftir þér

Ef þú átt ekki að gera þetta við rautt beygjuljós er hvitt skilti á móti þér sem segir "no right turn on  red" ,svo til dæmis til viðbótar   "when children are present (sem þýðir á skólatíma)  og á skólatíma flautar enginn á eftir þér. Þér líðst ekki að liggja við hraðbraut á rauðu ljósi til hægri við hraðbraut þegar umferðin til vinstri uppeftir hefur stoppað á rauðu ljósi á hraðbrautinni  en komið grænt á götunni þinni fyrir umferð þvért á hraðbrautina úr gagnstæðri átt. Þá áttu að drífa þig af stað og verða á undan þeim og gefa í áttagata Cadillakkinn. Vélarnar stóru eru til þess að geta spýtt í þær þegar með þarf. Þá verðurðu bara að passa þig á bílunum sem eru að beygja úpp hraðbrautina til hægri í sömu átt og þú, þeir eiga réttinn á sínu græna ljósi en þú ert miklu nær að komast inn á götuna upp eftir þannig að fú og kannski 5 aðrir meika það og að komast uppeftir á fimmtíu mílum.

Þetta svínvirkar og maður sér sjaldan ástím í Orlando.

Halldór Jónsson, 30.7.2020 kl. 23:04

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Íslendingar eru skrælingjar í akstri.

Þeir virða yfirleitt  ekki að stefnuljós aftan á bíl þarf að hafa réttinn fyrir þér sem ert á eftir sem auðvitað átt að bremsa og hleypa þeim fremri inn í akreinina þína. 

Myndi leysa til dæmis öll vandamálin á tvöföldum hringtorgunum.

Svona aka siðaðar þjóðir þar sem ég þekki til en oft ekki á Islandi. En þetta hefur samt lagast frá því áður fyrr með meiri siglingum landans og fækkun framsóknarmanna.

Halldór Jónsson, 30.7.2020 kl. 23:10

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Víða í Bandaríkjunum eru reglurnar þannig, að á gatnamótum fara bílar yfir í þeirri röð sem þeir koma að þeim, til dæmis í Los Angeles. Engin vandræði og jafnvel þung umferð gengur greitt. 

"Fyrstur kemur fyrstur fær" svipað eins og víðast erlendis þar sem tvær akreinar renna yfir í eina akrein eða að það er þrenging á götunni, eins og til dæmis við Langarima í Grafarvogi. 

Heitin "tannhjól" eða "rennilás" eru til og þetta svínvirkar alls staðar nema hér á landi, þar sem nógum mörgum virðist vera fyrirmunað að skilja þetta með þeim afleiðingum að oft er alger ringulreið. 

Og til að kóróna allt, þá virðast margir hyllast til þess að "sýna tillitssemi og gefa séns" til þess að rífa rennilásinn í tætlur. 

Á sumum gatnamótum í Reykjavík, svo sem í vinstri beygju af Grensásvegi upp Fellsmúlann kemst enginn, af þvi að bílarnir, sem koma úr norðri á móti, eru stöðvaðir í röð, sem stíflar gatnamótin algerleg. 

Í Bandaríkunum var mér sagt, að það væri ólöglegt og varðaði sektum að fara inn á gatnamót ef menn sæu það fyrir að þeir myndu stöðvast þar og stífla allt. 

Hvað varðar að leyft sé að beygja til hægri á rauðu ljósi var það víða löglegt bæði í Sovétríkjunum sálugu og Bandaríkjunum, en þó yrði beina umferðin á veginum eða götunni, sem beygt væri inn á, að hafa áfram forgang. 

Þetta var rætt hér heima en misjöfn reynsla erlendist aftraði því að þetta yrði tekið upp. 

Reynt var á tímabili að hafa blikkandi gul ljós á öllum á gatnamótum þegar umferð var nær engin, en þrátt fyrir nær enga umferð, urðu árekstrar, og þetta var aflagt eftir stutt reynslutímabil.  

Ómar Ragnarsson, 31.7.2020 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband