Athyglisverð fjölgun látinna í Bretlandi og á Spáni.

Í útvarpsfréttum á miðnætti kom fram að andlátum hefði fjölgað um sjö prósent fyrri hluta ársins 2020 miðað við sama tíma í fyrra í Bretlandi og á Spáni. 

Í borgum eins og London, Madrid og Barcelona hefði fjölgunin verið meira en 20 prósent. 

Þetta rímar ekki við þær fullyrðingar, sem voru settar fram af sumum í upphafi faraldursins að þeir sem dæu af COVID-19 hefði hvort eð er dáið af völdum annarra sjúkdóma, svo sem annarra tegunda af flensu. 

COVID-19 hlýtur að vera líkleg til að vera aðal orsakavaldurinn, og þá oft á tíðum sem viðbót við aðra sjúkdóma. 


mbl.is Sænskt efnahagslíf staðið sig best
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Auðvitað deyjum við öll á einhverjum tímapunkti, hvort sem við smitumst af covid eða ekki. Hitt fer ekki milli mála að veiran hefur flýtt dauðdaga margra, sumra jafnvel um áratugi.

Það sem verra er og er að koma upp í sífellt meira mæli eru eftirköstin. Þau eru skelfileg og jafnvel fólk sem smitaðist en fékk væg veikindi, eru nú að berjast við slæm eftirköst, sem enginn veit hvort muni ganga til baka eða hvort fólk muni þurfa að búa við þau það sem eftir er ævinnar. 

Gunnar Heiðarsson, 31.7.2020 kl. 06:45

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hversu stór hluti þessara dauðsfalla er beinlínis af völdum Covid-flensunnar? Hversu stór hluti er vegna aðgerðanna gegn henni? Þetta vitum við ekki og getum því ekki dregið þá ályktun að flensan sé aðal orsakavaldurinn, eins og hér er gert. En þetta væri áhugavert að vita. Einnig verður áhugavert að skoða þetta þegar lengri tími er liðinn, yfir 1-2 ár til dæmis.

Þorsteinn Siglaugsson, 31.7.2020 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband