Kostir og ókostir pallhúsbíla.

Gaman væri að sjá kunnáttumann að taka til kosti og ókosti pallhúsbíla miðað við húsbíla, þar sem ekki er hægt að taka húsið af bílnum. 

Kostirnir gætu verið þessir:  

Ef bíllinn bilar að einhverju marki, er hægt að taka húsið af honum og fá sér annan til að bera það.  

Ef húsið skemmist eða þarf að gera við það fyrir mikla peninga, er hægt að taka það af pallbílnum og fá sér annað í staðinn. 

Með góðum stuðningsstólpum og bindingum er hægt að vinna upp óstöðugleika vegna hæðar hússins. 

Auðveldara er að velja sér bíl með meiri torfærugetu og þar með meiri möguleika í ferðum. 

Það er kostur, að geta tekið húsið tímabundið af og nota bílinn án hússins, en geyma það samt. 

 

Gallarnir gætu verið þessir:  

Húsið í heild er hærra og það gerir bílinn i heild valtari og fokgjarnari og erfiðara að stíga upp í húsið. 

Alla jafna er minna rými að fá í pallhúsum en í bílum, sem eru í einu og öllu hannaðir sem húsbílar. 

 

Fróðlegt væri að sjá fleiri rök með og á móti. 


mbl.is Ókostir húsbílalífsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband