6.8.2020 | 22:38
Hvað gerist þegar graphene kemur í stað lithium-ion?
Líkt og þegar notkun lithium-ion ruddi sér til rúms í snjallsímum og sú tækni var grunnurinn að uppgangi Tesla, er nýr orkuberi, Graphene, sem er eins konar koltrefjaefni, að banka á dyrnar í snjallsímum og þar með að kalla á notkun á fleiri sviðum.
Þegar það verður, opnast kannski möguleikar á að hafa orkumeiri rafhlöður í tengiltvinnbílunum en verið hefur, en það getur skipt miklu til þess að auðvelda eigendum þeirra bíla að nota rafaflið meira en hingað til.
Í praxís getur nefnilega verið erfitt fyrir suma að nýta sér þann möguleika, sem felst í því að geta hlaðið rafmagni inn á tengiltvinnbílana þegar þeir eru í tímaskorti, eða að aka á lengri leiðum en 20-30 kílómetra.
Því meiri orka, sem hægt er að setja inn í formi raforku, því minni eyðsla á bensíni.
Hvað "sjálfhlaðandi" hybrid bensínbíla áhrærir verða áhrif meiri orkugeymdar koltrefja en liþíums mun minni, af því að fyrirbærið "sjálfhlaðandi" þýðir einfaldlega, að 100 prósent þeirrar orku, sem nýtt er í slíkum bílum, kemur upphaflega úr bensíndælunum en ekkert frá raforkuverum þjóðarinnar.
96% nýskráðra Volvo lúxusbíla eru hybrid | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.