11.8.2020 | 07:21
Tollastríð við Ameríkuríki "to make America great again."
Forysturíki frelsis í heiminum verður að launum að vera mest og best allra undir kjörorðinu "make America great again." "Gerum Ameríku volduga á ný."
Það hefur verið stefna núverandi forseta, en fyrir utanaðkomandi verða þeir að líta á hugtakið Ameríku sömu augum og forsetinn.
Í viðleitninni til þess að uppfylla þetta markmið verður nefnilega að hafa í huga, að vegna þess að Bandaríkin eru tífalt fjölmennari er þetta Ameríkuríki, sem á löng landamæri að Bandaríkjunum, er ekki þess vert að falla í mæltu máli innan hugstaksins Ameríku.
Í ljós hefur komið, að allir hafa leikið Ameríku grátt og eina leiðin til að efla frelsi í gegnum hina einu sönnu Ameríkumenn er að efna til tollastríðs við sem flesta, þeirra á meðal Ameríkuríkin tvö, Mexíkó og Kanada, sem eiga hin löngu landamæri að Bandaríkjunum.
Aukið tollastríð við Kanada er rökrétt framhald af tollastríði á flugvélamarkaðnum, sem efnt var til á kjörtímabilinu, þar sem Kanadamönnum var refsað fyrir að framleiða betri farþegaþotur af stærðinni í kringum hundrað farþega en Bandaríkjamenn.
Refsingin fólst í því með að setja á meira en 200 prósenta toll, sem í reynd samsvarar innflutningsbanni.
Nú er röðin komin að álinu, að vísu með tuttugu sinnum lægri tollur til að byrja með.
Til þess að gera Ameríku volduga á ný og efna kosningaloforðin áður en kjörtímabilinu lýkur, verður að taka í lurginn á hinu varasama og slóttuga nágrannaríki, sem ógnar Ameríku úr norðri.
Stefnir í tollastríð milli Bandaríkjanna og Kanada | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.