15.8.2020 | 00:36
Glæsileg og einstæð eldstöð á heimsvísu.
Það var ekki amalegt að fljúga austur yfir Vatnajökul síðdegis og skoða það sem fyrir augun bar í afar björt veðri. Svíahnjúkar, eins og fjallsraninn við suðurmörk vatnanna er stundum kallaður, nær í meira en 1700 metra hæð og því sækir jökullinn sífellt á eldstöðina.
En slíkur er hitinn undir þykkri íshellunni, að á nokkrum stöðúm nær jarðhitinn að bræða sig í gegn svo að það glampar á vatnið niðri í hinum sjóheitu og um leið ísköldu iðrum!
Í ferðinni mátti sé vel, hvers megnugur hinn mikli átta þúsund ferkílómetra íssskjöldur og freraflykki Vatnajökull er oft á tíðum við að búa til alveg sérstakt veðurkerfi fyrir sig.
Bæði fyrir norðan jökulinn og sunnan ríkti bálhvass vestlægur vindur með sandfoki á sama tíma og inni á jöklinum var miklu hægari vindur og skjannabjart.
Her er flogið úr austri í att til Grímsvatna og sést vel af hverju Grímsvötn heita sínu nafni.
Því að meðfram Grímsfjalli við útfallið úr vötnunum, sást í gegnum jökulinn niður á vatn á nokkrum stöðum og var vatnið fagurblátt í austasta "íspottinum" en hins vegar gulleitara vestar.
Á myndunum má sjá móta fyrir skálunum uppi á fjallinum, og í bakaleiðinni glampaði á þá í kvöldsólinni.
Stærðarhlutföllin sjást vel og gefa hugmynd um það kraftaverk, að Bryndís Brandsdóttir jarðfræðingur, skyldi lifa það af ásamt aðstoðarmanni sínum, að steypast á Toyota Hi-lux pallpíl fram af hengifluginu og fara í klessu við lendinguna, en samt lifa meiðslin af.
Þegar gýs, gerist það vestar í vötnunum, og sjónarspilið í gosunum og enn meira, magnaðra og fjöldbreytilegri atburðarás í myndun gíga og vatna eftir gosin, eiga sér enga hliðstæðu annars staðar í veröldinni.
Nú verður raðað inn nokkrum myndum, sem voru teknar í Grímsvötnum í flugferðinni á vit ofvirkasta eldfjalls Íslands með 140 gos hið minnsta frá landnámi.
Myndunum hér er raðað í þeirri röð, sem myndefnið birtist á flugi frá austri til vesturs í þeim hluta vatnanna, þar sem eldgos koma upp.
Erfitt að velja á milli þess, sem fyrir ber á svona stað.
Sjáið þið til dæmis hið risavaxna andlit í snjónum vinstra megin, sem hallar undir flatt út á vinstri vanga á neðstu myndinni?
Hlaup líklega að hefjast í Grímsvötnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Frábær færsla Ómar.Maður fær aðkenningu að gömlu flugþránni.
Halldór Jónsson, 16.8.2020 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.