"Á uppleið allt í kringum okkur"; og á þá að hleypa því öllu inn?

Helsti sérfræðingur okkar í líftölfræði og ábyrgðarmaður spálíkans Háskóla Íslands gefur skýra mynd af aðstæðunum í sóttvarnarmálunum hjá okkur. 

Aðgerðir okkar hafa skilað þeim árangri, að bylgjan virðist ekki ætla að fara upp og nýjar veirutegundir ekki á leið inn í landið.  

Hvort tveggja er gott fyrir okkur, ekki síst vegna þess að veikin er enn á uppleið í löndunum í kringum okkur, og því felst ógn. 

Kröfur um að "gera Ísland grænt land" með því að slaka á öllum vörnum gegn innflutningi veirunnar eru því mótsögn af alvarlegu tagi. 


mbl.is „Þetta er allt öðruvísi bylgja núna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Já sannlega mælir þú af viti Ómar

Halldór Jónsson, 1.9.2020 kl. 02:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband