1.9.2020 | 14:39
Næsta skref er að lagfæra ágalla núverandi stillingar klukkunnar.
"Þá er það ákveðið" sögðu Kasper og Jesper og Jónatan og þar með óvíst að viðbótarrannsóknir á kostum og göllum núverandi staðartíma á Íslandi leiði til breytinga á honum.
Hins vegar ætti að skoða betur, hvort lagfæringar innan núverandi staðartíma geti ekki verið þarflegar, eins og að seinka skólahaldi á morgnana.
Á tímabilinu frá nóvember til febrúar er vafalaust heilsufarlegt mikilvægi fólgið í því að skólafólk þurfi ekki að rífa sig upp í ósamræmi við birtu- og líkamsklukku sína og fá ekki að njóta dagsbirtu í svartasta skammdeginu fyrr en farið er að halla í hádegi á kolskakkri klukku, sem því miður er skökk um næstum tvo klukkutíma á þeim árstíma, þannig að raunverulegt hádegi er þegar klukkuna vantar 20 mínútur í tvö.
Ekki gerðar breytingar á klukkunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef til væri einkver líkamsklukka sem hefði veruleg áhrif á svefn og vöku þá værum við að vakna fyrr á morgnanna, í byrjun dags. Við værum að vakna við fyrsta hanagal, á sama tíma og öll hin dýrin, en ekki þegar langt er liðið á daginn.
Á tímabilinu frá nóvember til febrúar, og febrúar til nóvember, er vafalaust heilsufarlegt mikilvægi fólgið í því að skólafólk sé ekki að rífa sig upp eftir ónógan svefn. Til þess þarf að venja sig á að fara fyrr að sofa en ekki breyta klukku eða hvenær skóli byrjar. Það er nefnilega enginn munur á því hversu þreyttir krakkarnir eru hvort það sé bjart frá því klukkan sex eða ellefu á morgnanna. Og ef þau eiga að mæta seinna þá er bara vakað lengur.
Ef við erum að vakna klukkan sjö og viljum kalla það byrjun dags þá á raunverulegt hádegi, miður dagur og sól í hæstu stöðu, að vera nær fjögur en tólf um daginn.
Vagn (IP-tala skráð) 1.9.2020 kl. 16:05
Algjörlega sammála.
Kolbrún Hilmars, 1.9.2020 kl. 16:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.