4.9.2020 | 14:11
Skyldi Trump koma með sitt bóluefni í kosningavikunni?
Donald Trump er ekkert að skafa utan af því þessa dagana frekar en venjulega. Yfirlýsingar hans og gerðir segja sína sögu um það hvernig hann lítur á gang heimsmála um þessar mundir.
1. Öll helstu heimsmálin snúast um mig, Donald Trump. Stefna kínverskra stjórnvalda snýst aðeins um eitt: "Að koma í veg fyrir endurkjör mitt. Til þess fundu þeir upp nýja kórónaveiru í tilraunastof, sem yrði að drepsótt í heimsfaraldri."
2. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin er handbendi Kínverja en þarf fjármuni til þess að standa að alþjóðlegu átaki til að framleiða bóluefni. Með því að hætta framlagi til hennar og slíta BNA úr lögum við hana, getum við gert tvennt:
3. Búið til okkar eigið bóluefni og höfðum þegar keypt önnur líkleg upp fyrir okkur sjálfa "to make America great again."
4. Komið í veg fyrir að WHO verði á undan okkur.
5. Komið fyrstir sjálfur með bóluefni í tæka tíð fyrir kosningar.
6. Tryggt endurkjörið með því að sem allra flestir kjósendur okkar kjósi tvisvar, fyrst í póstkosningu utankjörstaðar og síðan fara á kjörstað til að kjósa.
7. Dregið það mikið úr framlögum til póstþjónustunnar að hún klúðri öllu og vegna þess að kosningarnar verða ólöglegar í stærsta kosningasvindli sögunnar, eins og ég hef sýnt fram á, verði þær dæmdar ómerkar, og þar með verð ég áfram við völd.
8. Að Donald Trump verði áfram forseti er sjálfsagt mál og mikilvægasta mál jarðarbúa í dag, því að ég er merkasti og hæfileikaríkasti forseti allra tíma og mín Bandaríki stórkostlegasta ríki mannkynssögunnar.
Nú er bara að sjá, hvort þessar yfirlýsingar og gerðir, sem eru skáletraðar hér að ofan, muni skila tilætluðum árangri.
Bóluefni ekki fyrr en um mitt næsta ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Trump er mjög líklegur til að koma með bóluefni fyrir kosningarnar. Og fyrst Rússar og Kínverjar eru þegar komnir með eitthvað er bara frekar líklegt að honum takist það.
Þorsteinn Siglaugsson, 4.9.2020 kl. 14:32
Okkar forseti ætti líka að beita sér fyrir því að samlandar hans fái bóluefni sem fyrst
Eins og staðan er í dag þá þá munu hugsanlega Svíar selja okkur bóluefni að því gefnu að leyfisbréfið sem Brussel gaf út þar að lútandi verði ekki afturkallað - Hansakaupmenn hvað
Grímur (IP-tala skráð) 4.9.2020 kl. 15:04
liður 8 er góður hjá þér Ómar. Þetta er eitt aðalmálið í heiminum í dag. Að þessu verður að vinna með öllum ráðum til að hindra Bidenslysið
Halldór Jónsson, 4.9.2020 kl. 15:45
Hefði haldið að það réði litlu hver situr í hvíta húsinu hvenær visindamenn verða tilbúnir með bóluefni. Vísindamenn um allan heim eru að þróa og prófa þetta og munu ekki hlaupa a undan sér við póliitískan þrýsting. Ríkistjórnir ýmissa landa hafa þó reynt að greiða götuna fyrir þessari þróun með styrkjum og kröfum um samvinnu. Það þýðir ekki að þær geti ákveðið hvaða dag þetta lítur dagsins ljós.
Flest af því sem þú telur upp hérna varðandi Trump, sem er þér greinilega hugleikinn, er útúrsnúningur eða eitthvað sm hann hefur aldrei sagt í svo mörgum orðum.
Varðandi það að kjósa tvisvar til að vera öruggur um að atkvæði verði talið, meikar sens. Ef póstatkvæði þitt hefur skilað sér fellur atkvæði á kjörstað um sjállft sig. Atkvæði eru skráð, sjáðu til, rétt eins og hér. Póstaatkvæði má hinsvegar stöðva eða láta hverfa á leið sinni á kjörstað. Það er áhyggjuefnið. Þetta er meira hvatning til þess að menn mæti á kjörstað frekar en annað. Ákafi demókrata fyrir postkosningum er vægast sagt tortryggilegur og líklega tækir þú afstöðu með orðum Trump ef þetta væri á hinn veginn.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.9.2020 kl. 15:58
Hvernig stendur á því að margir Íslendingar, innbyggjar Klakans, eru hrifnir af vanmenntaða vitleysingnum, favitanum DT? Hefur þetta eitthvað með það að gera, eru þarna tengsl, að Ísland er i dag eitt af spilltustu löndum Evrópu, "der Dorftrottel" álfunnar?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.9.2020 kl. 16:08
DT er svoa augljóslega skárri en Biden og hvíta blökkukellingin að valið er einfalt.
Halldór Jónsson, 4.9.2020 kl. 18:14
Það vill svo til að allt frá upphafi kosningabaráttu Trumps 2016 hef ég reynt að fylgjast með öllum fréttum af honum og horft á nokkra framboðsfundi og blaðamannafundi hans í heilu lagi.
Trump hefur sagt þetta eða gert þetta allt, en í sumum tilfellum ekki allt í einni og sömu setningunni á sama tíma.
Ómar Ragnarsson, 4.9.2020 kl. 22:28
"DT er svoa augljóslega skárri en Biden og hvíta blökkukellingin að valið er einfalt."
Ekki hélt ég að svona grímulaus rasismi myndi vera viðraður á okkar tímum. En...
Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.9.2020 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.