Þrjár tegundir áhrifa hlýnunar á Jökulsárlón og Hornafjörð.

Fyrir rúmum 30 árum sátu menn á opnum fundi á rökstólum hjá Verkfræðingafélagi Íslands og spáðu því, að ef svo héldi fram sem horfði, að jökullinn hörfaði sífellt innar og lónið stækkaði og stökkaði, og sjórinn bryti sífellt af ströndinni fyrir neðan Jökulsá á Breiðamerkursandi og saltvatn úr honum flæddi meira og meira inn í lónið, myndi það enda þannig innan fárra áratuga, að lónið breyttist í fjörð, fullan af ísjökum, og að flæði þeirra út á haf gæti orðið aða vandamáli, enda Hringvegurinn rofinn, svo að nota þyrfti ferju til að koma bílum yfir. 

Þetta var vafalaust rétt hjá verkfræðingunum, sem miðuðu við komandi hlýnun jarðar og minnkun jökla. 

En það gleymdist að taka eitt með í reikninginn: Sama hlýnunin og ylli hinni miklu rýrnun jökulsins, gerði hann léttari og léttari, og við það minnkaði farg hans svo mikið á jarðskorpuna, að ströndin færi að rísa. 

33 árum eftir spána um rof strandarinnar, virðist þessi hækkun nú standa á móti ágangi sjávar, svo að kannski myndast þarna jafnvægi. 

En austar, í innsiglingunni inn í Hornafjörð og til Hafnar, skapar ris landsins hins vegar það vandamál, að innsiglingin grynnist.   


mbl.is Klakinn brýtur sér leið út í hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband