Sóttvarnaraðgerðirnar í vor voru "þráðurinn að ofan."

Gamla dæmisagan um þráðinn að ofan, sem hélt uppi köngurlóarvefnum, kemur í hug, þegar rætt er um sóttvarnaraðgerðir hér á landi. 

Þráður köngurlóarinnar var fyrsti þráðurinn, sem hún spann í vefnum, þegar hún seig á honum niður á vefstæðið, en þegar tíminn leið, var hún búin að gleyma því að þessi þráður var forsendan fyrir öllum vefnum. 

Fannst hann lýta heildarmynd vefsins og klippti á hann, en við það hrundi vefurinn allur.

Markvissar aðgerðir í sóttvarnarmálum hér á landi frá mars til júní í vor, voru þráðurinn að ofan í baráttunni við COVID-19 og skiluðu þeim tvöfalda árangri að dauðsföll hér hafa verið um það bil 20 sinnum færri miðað við fólksfjölda, en í flestum öðrum löndum og að hægt var að opna glugga á flug til landsins og tímabundinn ferðaamannastraumm.  

Með því að ráða þannig að miklu leyti bug á faraldrinum eins lengi og unnt var, opnaðist möguleiki fyrir að nota hægfara tilslakanir til að gera landið "grænt" á alþjóðakortunum fyrir flugsamgöngur og ferðaþjónustu. 

En síðan kom í ljós, að ný bylgja kom vegna þess að of langt hafði verið farið til baka, og við súpum enn seyðið af því, þótt örlítið miði í rétta átt. 

Svo er að sjá, að margir vilji núna ekki viðurkenna, hver þráður það var að ofan sem skóp þó það hlé, sem gafst til að liðka fyrir flugi og samgöngum eftir því sem mögulegt var. 

Og ekki heldur viðurkenna, að burtséð frá öðru, urðu þau lönd flest "rauð" sem ætlunin var að fá ferðamenn frá til þess að heimsækja okkar land, sem líka var orðið rautt. 

 

 


mbl.is „Þau hafa misst tökin á faraldrinum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Kristjánsdóttir

Þú orðar þetta mjög vel Ómar. Algjörlega sammála. 

Birna Kristjánsdóttir, 7.9.2020 kl. 11:10

2 identicon

dauðsföll hér hafa verið um það bil 20 sinnum færri

Hvernig er hægt að margfalda með 20 og fá minni tölu, færri dauðsföll?
Er ekki einfaldara að segja 1/20 eða 5%?

 

Nonni (IP-tala skráð) 7.9.2020 kl. 21:06

3 identicon

Þegar sagt er 20 sinnum færri þá er auðvitað margfaldað með 1/20. Fyllilega rökrétt og ævagamalt orðalag.

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.9.2020 kl. 09:05

4 identicon

Þorvaldur að margfalda með tuttugu eða einum tuttugasta er einfaldlega allt annað og óskylt. Þú værir líklega ánægður með að vera boðið 20 sinnum hærri laun en ekki eins ánægður að fá einungis 1/20 eða hvað?? 

Nonni (IP-tala skráð) 15.9.2020 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband