Svo mikill stærðar- og aflsmunur er á rafhlaupahjóli og rafknúnu fjallahjól, að stórlega er hægt að draga það í efa, sem sagt er í tengdri frétt, að fjallarafhjólið, sem Simon Cowell slasaði sig á, og rafskútan, sem tónlistarkonan Rihanna datt á, séu "sambærileg farartæki" í þeirri merkingu sem þetta orð er venjulega notað, til að lýsa því hve þau séu lik.
Afl, hraði, þyngd, og stærð hjólanna eru afar mismunandi, einkum stærð hjólanna, sem eru örsmá á hlaupahjólinu en með stórum felgum og belgmiklum hjölbörðum á fjalla-rafhjólinu.
Enda meiddist Simon miklu meira en Rihanna.
Hitt er annað mál, að gríðarlegur vöxtur í sölu rafknúinna farartæki af öllum stærðum og gerðum, og á það bæði við um rafknúin vélhjól, reiðhjól og hlaupahjól.
Rihanna blá og marin eftir rafskútuslys | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.