8.9.2020 | 16:23
"Eyðist það, sem af er tekið."
Efasemdarmenn, sem suma hverja má kalla kuldatrúarmenn, hafa lagt áherslu á að tala áhrif vaxtar C02 á lofthjúpinn, líkast til vegna þess, að það er miklu erfiðara að tala þurrð á jarðefnaeldsneyti niður, einkum olíunnar, því að öllum sérfræðingum olíuveldanna sjálfra ber saman um að þar er um að ræða óendurnýjanlega orku.
"Eyðist það, sem af er tekið," segir máltækið.
Þegar orkuneyslulínurit fyrir heildarneyslu allra jarðarbúa er skoðað, rýkur olíunotkunin næstum lóðrétt upp í himinhæðir á rúmri öld, en er nú í hápunkti, þannig, að ef áframhaldið er framreiknað, á hún eftir að hrapa jafnhratt.
Á bloggsíðu Bjarna Jónssonar eru ágætari nánari upplýsingar að finna og ótal rannsóknir styðja þetta allar.
Engar nýjar olíulindir eru neitt nálægt því eins hagkvæmar og þær helstu eru núna, og því eru endalok olíualdar fyrirsjáanleg.
Allt tal á blogginu núna um að olían sé endalaus er því út í hött.
Orkuskipti rædd á opnum ársfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er Bjarni með fracking í myndinni?
Halldór Jónsson, 8.9.2020 kl. 17:03
Það er líka næsta víst að ekki sé búið að finna alla olíuna frekar en fyrri daginn.
Halldór Jónsson, 8.9.2020 kl. 17:03
Sammála Halldóri, það munu vera til olíulindir sem eru ófundnar. Einnig á fracking eftir að lengja olíutímabilið. En það breytir því ekki að fossile fuel er óendurnýjanlegur orkugjafi. Þarf að stafa þetta ofan í fávitana?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.9.2020 kl. 18:08
Sem innlegg:
https://oilprice.com/Energy/Crude-Oil/The-Biggest-Oil-Discovery-Of-The-Year-Could-Happen-Here.html
Geir Ágústsson, 8.9.2020 kl. 18:09
Mín spá er að sem orkugjafi verði olía og gas uppistaðan þar til menn beisla samrunaorkuna eða samþykkja á ný kjarnorkuna.
Geir Ágústsson, 8.9.2020 kl. 18:11
"Peak Oil" er held ég alveg viðurkennt innan olíuiðnaðarins. Hvort það er rétt hjá Bjarna að við séum komin þangað veit ég ekki.
Þorsteinn Siglaugsson, 8.9.2020 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.