Rafmagnaður orkusparnaður í gríðarlegri fjölbreytni.

Flóra samgöngutækja, sem knúin eru rafmagni, er gríðarmikil.Léttfeti og Náttfari

Allt frá handhægum, samanbrjótanlegum rafhlaupahjólum, sem eru tíu kíló að þyngd og eyða allt niður í 0,15 krónum á ekinn kílómetra, rafreiðhjólum, sem eyða 0,30 krónum á kílómetrann og tveggja sæta rafknúnum léttbifhjólum, sem eyða 0,80 kr/km, ná 70 km/klst hraða og geta náð að komast allt að 130 kílómetra án þess að fara í hleðslu. 

Þetta samsvarar því að fara á slíku hjóli milli Akureyrar og Reykjavíkur með minna en 400 króna orkukostnaði. 

Þessar tölur, innan við króna á ekinn kílómetra, farartæki, sem eyða meira en fimmtán sinnum minni orku en sparneytnustu eldsneytisknúnir bílar, eru sláandi, og þessi orka er öll innlend og vistvæn mestan part.

OMinimo.rkueyðslutölurnar hér á undan hafa verið fundnar út í við íslenskar aðstæður í fjölda rannsóknarferða og tala sínu máli. 

Neðsta myndin á síðunni er tekin í einni slíkri ferð austur fyrir fjall. 

Enn eiga sér stað miklar framfarir á þessu sviði, bæði hvað varðar útskiptanlegar rafhlöður og efnið í rafhlöðunum sjálfum eins og áður hefur verið rakið hér á síðunni. 

Mest spenandi eru tveggja manna rafbílar með útskiptanlegar rafhlöður og fjórðung af orkueyðslu sparneytnustu eldneytisbíla, svo sem SEAT Minimo hjá Volkswagen og Fiat Centivento. Léttfeti á Selfossi 5.9.2020 


mbl.is Yfir 1.100 rafskútur fyrir lok mánaðarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Skútur eru há mastraðar og með seglum, en ég sé eingin segl á þessum hlaupahjólum þó í þeim sé rafmagns hjálpar mótor. Hversvegna má ekki bara nefna þetta raf hlaupahjól, eins og er með raf hjól og raf bíl?

 

Þetta er ljóslega sami andskotans fíflagangurinn og átti sér stað með orðið Jeppi hér á Íslandi sem voru einfaldir sterki bílar með drifi á öllum og tví skiptum milli kassa og hægt að binda í þá allan hringinn.

 

Hrólfur Þ Hraundal, 12.9.2020 kl. 07:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband