17.9.2020 | 20:08
Fleiri "ofurdreifara" til landsins og minni sóttvarnir?
Í nokkrar vikur voru í gangi háværar raddir um að halda landinu sem mest opnu og opna það jafnvel betur fyrir ferðamannastraumi og minnka sóttvarnir sem mest; nýta sér það hve vel hafði gengið að koma COVID-19 niður fyrri part sumars.
Nú blasir við að aðeins tveir öflugir franskir dreifarar veirunnar hafa átt stóran þátt í því að hafin er ný og öflug bylgja faraldursins og að við verðum að vera viðbúin vexti hennar á næstunni.
Í Evrópu sem heild er svipaða sögu að segja þótt ástandið versni ekki endilega alveg samtímis í sumum löndum.
Sumir smitberar eru með meira magn af veirunni en aðrir og hafa fengið heitið "ofurdreifarar."
Þessi nýja bylgja sýnir, hve fánýt sú trú hefur verið, að leiðin til að viðhalda ferðamannastraumi og fleiru sé að draga úr sóttvörnum, og halda, að þá myndi renna upp sams konar uppgripa- og gróðatíð og var áður en COVID-19 barði á dyr.
Einnig fánýti þess að halda að einhliða aflétting okkar myndi innleiða dýrðarástandið fyrir faraldur.
Því að aðrar þjóðir hafa einfaldlega lokað þessu þráða ferðamennastreymi og ekkert land getur verið eyland í þessum efnum eins og svo ótrúlega margir virðast halda.
Til eru þeir, sem telja að við hefðum átt að fara "sænsku leiðina" og þá væri ástandið allt annað.
Það er einmitt það, en hvaða ástand væri það? Jú, að hér hefðu 200 manns látist í veikinni í stað 10.
19 ný innanlandssmit: mesti fjöldi frá 9. apríl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Með eða án Covid held ég að Ísland hafi verið meira og minna glatað, vonlaust, sem ferðamannaland. Af hverju? Okrið.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.9.2020 kl. 20:50
Hefur þú velt því fyrir þér Ómar, hversu mörg dauðsföll munu verða vegna aðgerðanna á landamærunum sem tóku gildi þann 19. ágúst?
Þorsteinn Siglaugsson, 17.9.2020 kl. 22:18
Það væri fróðlegt að sjá einhverjar raunverulegar tölur um það, Þorsteinn, frekar en fullkomlega órökstuddar vangaveltur. Það hefur ekki verið sýnt fram á neitt slíkt og ætti þó að vera auðvelt.
Thorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 18.9.2020 kl. 14:41
Það er fjöldi rannsókna til sem sýnir þetta samhengi. Sú nýjasta sem ég hef séð sýnir að 1% aukning atvinnuleysis eykur dánarlíkur ári eftir atvinnumissi um 6%.
Þetta eru ekki vangaveltur heldur raunveruleikinn Þorvaldur. Þú sérð ekki þetta fólk núna. Það er engin vefsíða sem sýnir hversu margir falla í valinn vegna misráðinna aðgerða stjórnvalda eins og þessa sem deyja úr pestinni. En það breytir ekki því að þetta gerist, og þetta fólk er raunverulegt fólk.
Skammsýnin tekur hins vegar vitanlega ekkert tillit til þess. Og þar liggur hinn djúpstæði siðferðisbrestur stjórnvalda, jafnt ráðherra, sóttvarnaryfirvalda og þeirra fulltrúa lyfjafyrirtækja sem hér hafa tekið að sér embætti yfirráðherra!
Þorsteinn Siglaugsson, 18.9.2020 kl. 15:51
Hvar birtast þessar rannsóknir? Hvernig deyr þetta fólk? Hvaða prósentur eru þetta? Falla 6% fleiri í valinn fyrir hverja prósentu sem atvinnuleysi eykst? Fari atvinnuleysi í 10% úr 1%, mun þá dauðsföllum á Íslandi fjölga um 54%; fara úr 2500 í tæp 4000?
Hvers vegna hrynur fólk á Suðurnesjum ekki niður þegar atvinnuleysið grasserar þar?
Úr hverju deyr allt þetta fólk?
Thorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 21.9.2020 kl. 11:55
Thorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 21.9.2020 kl. 14:06
Thorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 21.9.2020 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.