Fara "torfkofarnir" að ulla á nýju húsin?

Síðan steinsteypa og önnur "nýtískuleg" byggingarefni ruddu hinum eldri burt, hefur gamli torfbærinn verið úthrópaður sem "moldarkofi" og "saggabæli" í samanburði við hina nýju og fullkomnu byggingartækni.  

Í samanburði við torfbæina voru nýju, fínu húsin nánast viðhaldsfrí og spáð miklu langlífi. 

Það hlýtur því að vera eitthvað að, þegar tiltölulega ný hús eru ónýt vegna myglu. 

Sérmenntaðir byggingafræðingar hafa bent á orsakir, afleiðingar og leiðir til úrbóta í máli, sem felur í sér hundraða milljarða tjón, en það er eins og ekkert gerist; áfram halda nýju húsin að verða ónýt, langt um aldur fram.  

 


mbl.is Rífa þurfi húsnæði Fossvogsskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Menn þurfa alltént ekkert að ímynda sér að torfbæirnir hafi verið myglufríir.

Thorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 22.9.2020 kl. 12:07

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hún er undarleg þessi mygla sem herjar á húsnæði okkar landsmanna og ekki á mínu færi að skilja hana, jafnvel þó ég hafi um tíma haft atvinnu af því að hræra steypu í sum þeirra.

Undarlegast er þó þegar mygla kemur upp í gömlum húsum, sem hafa verið myglulaus í marga áratugi. Það hlýtur að vekja upp þá spurningu hvort umgengni um húsin hafi versnað, að kannski sé ekki hugað að nægri loftræstingu um þau.

Gunnar Heiðarsson, 23.9.2020 kl. 07:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband