Tugþúsundir lífeyrisþega langt innan við hálfdrættingar meðaljóna.

Tugþúsundir lífeyrisþega og öryrkja eru með mánaðartekjur, sem eru á bilinu 25-35 prósent af þeim meðaltekjum, sem greint er frá í tengdri frétt á mbl.is. 

Slefa yfir 200 þúsund á mánuði. 

Þúsundir lifa við skort ásamt þúsundum barna. Stjórnmálamenn landins hafa nær linnulaust á þessari öld sótt í að skerða lífsviðurværi þessa stóra hluta þjóðarinnar og hafa allir flokkar, sem átt hafa ráðherra í ríkisstjórnum þessara ára, tekið þátt í því.

Þetta er til skammar og magnað, að talsmenn ellilífeyrisþega skuli telja sig knúna til að leita réttar síns fyrir erlendum dómstólum.  

Á hátíðarstundum ræða ráðamenn samt fjálglega um það hve mikið fyrirmyndar velferðarríki Ísland sé.  


mbl.is Helmingur með 533 til 859 þúsund í laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég held að flestir geri ráð fyrir því að þegar starfsævinni lýkur lækki tekjurnar. Og það er kannski ekki óeðlilegt að fólk á vinnualdri, sem rekur fjölskyldu og er að fjárfesta í húsnæði, hafi hærri tekjur en þeir sem ekki bera þann kostnað.

En það er hins vegar viss hugsunarvilla að jafna ávallt saman öryrkjum við ellilífeyrisþega, því öryrkjar geta allt eins verið á vinnualdri, rekið fjölskyldu og fjárfest í húsnæði.

Þorsteinn Siglaugsson, 25.9.2020 kl. 23:18

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er ekki endilega tekjumunurinn sem er málið, heldur það, hve óskaplega mikill hann er hjá þeim, sem verst er settir.  

Ómar Ragnarsson, 26.9.2020 kl. 10:20

3 identicon

"Es gibt zwei Sorten von Lügen, die gemeine und die statistische", sagði sá frægi læknir, Dr. Ferdinand Sauerbruch, stúdentum sínum í fyrirlestri. Meðallaun á Íslandi virðast sæmileg, samt er Ísland láglaunaland, það gerir tekjumunurinn. Of margir undir fátækramörkum. Dæmigert fyrir aula kapítalisma Íhaldsins. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.9.2020 kl. 13:57

4 Smámynd: Sigrún Jóna Sigurðardóttir

Það eru alls ekki allir eldri borgarar sem eiga íbúð. Og hvað þá skuldlausa.

Og að telja eðlilegt að hægt sé að lifa af á eldri borgara TR tekjum er eitthvað svo skelfilega ómannlegt!

Sigrún Jóna Sigurðardóttir, 28.9.2020 kl. 16:15

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Afkomumunur fólks er lítill hér. Það sýna mælingar á Gini-stuðli. Mér virtist þessi færsla snúa að afkomu ellilífeyrisþega og öryrkja og svaraði í samræmi við það. En vitanlega er líka viss hluti vinnandi fólks með lágar tekjur, hérlendis eins og annars staðar.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.9.2020 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband