Roosevelt, Hitler, Churchill, Jónas frá Hriflu, Davíð og fleiri.

Getgáturnar um heilsufar Bandaríkjaforseta eru ekki þær fyrstu í aðdraganda forsetakosninga. 

Donald Trump og fylgjendur hans gerðu mikið úr því að það hefði þurft að styðja Hillary Clinton á leið út í bíl fyrir síðustu kosningar, en aldrei hefur verið séð síðan, að hún sé með tæpa heilsu. 

Roosevelt forseti var það mikið lamaður, að hann gat ekki gengið nema við spelkur og þurfti heilmikla útsjónarsemi og jafnvel stuðning til þess að sem minnst bæri á þessu. 

Heilsu hans var farið að hraka þegar hann var kosinn forseti í fjórða sinn, en fékk heilablóðfall og lést eftir aðeins þrjá mánuði af fjórða kjörtímabilinu. 

Liklegt er talið að Adolf Hitler hafi verið kominn með einkenni Parkinsonveiki síðustu æviárin. Banatilræðið við hann síðsumars 1944 tók sennilega líka sinn toll. 

Þá var hann orðinn mjög háður læknadópi og lét verulega á sjá, þótt hann væri aðeins rúmlega fimmtugur. 

Hermann Görning þjáðist bæði af morfínfíkn og offitu og viskídrykkja Churchills nam meira en einni flösku á dag að sögn auk vindlareykinganna. 

Hann fékk vægt hjartaáfall í erfiðri og langri ferð til Washington á stríðsárunum án þess að það kæmist í hámæli og náði því að verða níræður. 

Strax 1927 þegar Jónas Jónsson frá Hriflu varð dómsmálaráðherra og lang áhrifamesti stjórnmálamaður landsins í krafti ritstjórnar Tímans og áhrifa sinni við að koma á flokkakerfi sem entist í grundvallaratriðum út öldina, komust á kreik hviksögur um geðheilbrigði hans sem endaði með einhverjum mesta hvelli aldarinnar, "Stóru bombunni". 

Davíð Oddsson fékk svokallaðan ristil í kosningabaráttunni til borgarstjórnar Reykjavíkur 1990 og varð að taka sér frí frá henni, en staða hans sem borgarstjóra var svo ótrúlega sterk að hann vann samt stórsigur, nánast eins og með hendurnar fyrir aftan bak. 

 


mbl.is Heilsufar forsetanna: Leyndarmál, lygar og tíst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband