8.10.2020 | 08:51
Málefnalegri umræður og þurfti lítið til.
Eftir lágkúrulegustu umræður í sögu sjónvarpskappræðna fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum, þurfti ekki mikið til "að lyfta þessu á örlítið hærra plan" í nótt hjá Pence og Harris.
Fyrr á tíð hafa nýliðar í umræðunum stundum gert mistök, og eru mistök Dan Qualye 1988 frægust.
Þau komu þó ekki í veg fyrir að hann næði kjöri sem varaforseti í skjóli George Bush eldri, en Qualye bar þó aldrei sitt barr eftir það hvað forsetaframboð varðaði.
Harris kom það vel út núna, að demokratar geta talist nokkuð vel settir, þótt eitthvað hendi Joe Biden vegna aldurs hans.
Fluga stal senunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef Pence veikist núna þá hlýtur það að vera vegna þessarar flugu sem tók óbeðin virkan þátt í þessu spjalli
er nokkur dæmi til um að hægt sé að þjálfa flugur í að dreifa sjúkdómum?
Grímur (IP-tala skráð) 8.10.2020 kl. 11:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.