Það voru tveir stórir suðurlandsskjálftar árið 2000.

Suðurlandssskjálftinn mikli 1896 var mörgum í minni langt fram eftir 20. öld. Vitað var að með hverju árinu jukust líkurnar á nýjum stórskjálfta. Raunar voru skjálftarnir fleiri 1896, en sá fyrsti olli mestu tjóni. 

Stórskjálfti kom 1912, 7 stig, en tjónið 1896 var samt meira, enda hrundu veikustu húsins fyrst og skjálftinn var á viðkvæmara svæði. 

Síðan komann 17. júni árið 2000, og olli miklu tjóni á austanverðu Suðurlandsundirlendinu. 

Miðað við minninguna af skæðasta skjálftanum fyrir rúmri öld vonuðust margir til að nú væri búið að leysa út mestu spennuna. 

En það fór á aðra lund. Aðeins nokkrum dögum síðar kom annar skjálfti með miklum skemmdum og hrikalegum ummerkjum austarlega í Flóanum.  

Þess vegna á það ekki að hljóma neitt ólíklega að stórum hræringum sé ekki lokið nú, enda kom skjálftinn í gær í kjölfar aðvarana jarðfræðinga. 


mbl.is Mega jafnvel búast við öðrum stórum skjálfta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar, er vitað hversu stór Suðurlandsskjálftinn 1896 var á Richter?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.10.2020 kl. 12:34

2 identicon

Búinn að finna þetta. Er talinn að hafa verið um 7.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.10.2020 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband