23.10.2020 | 09:09
Verða framíköllin talin aftur?
Eftir fyrri kappræðuur Trumps og Biden gerðu menn það sér til dundurs að telja framíköll þeirra og reyndist Trump hafa haft yfirburði í því, 79 sinnum móti 11 hjá Biden.
Trump var á heimavelli á sérsviði sínu hvað varðar þennan þátt sjónvarpsefnis, að hertaka athygli áhorfenda, en nú átti að hálfu þeirra, sem héldu kappræðurnar að finna ráð til að koma í veg fyrir annað eins met að endemum og var sett í fyrri umræðunum.
Í þetta sinn átti að banna framíköll með því að frambjóðendunum var kynnt það fyrirkomulag, að hljóðnemar þeirra yrðu lokaðiar á meðan hinn kláraði sinn skenkta tíma.
Í ljóst kom að Trump fann fljótt ráð til þess að vaða í gegnum þessar hindranir, og á stundum með enn ákafari framíköllum en nokkru sinni fyrr og þeirri aðferð að endurtaka sömu framíköllin aftur og aftur og iðulega um annað málefni, en talað var um í það skiptið.
Með ágengujm framíköllum hrifsaði hann hvað eftir annað ákveðið umræðuefni úr höndum stjórnandans svo að hvað eftir annað varð öngþveiti úr.
Með þessu tókst honum ansi oft að ljá umræðunum svipaðan blæ og varð í hinum fyrri, þótt farmíkallamagnið yrði í heildina kannski eitthvað minna og umræðurnar yrðu ögn skárri og ekki sami samfelldi leðjuslagurinn og var í fyrri umræðunum. .
Verðu framíköllin talin núna eins og í fyrra skiptið?
Ætli þess þurfi? Ef tölurnar verða til dæmis 51-5 munu margir ef til vill telja það sigur fyrir forsetann, sem ekki þurfi að efast um.
Og nú, eins og í fyrra skiptið, verður andóf stjórnandans við árásum Trumps af stuðningsmönum hans túlkað sem hlutdrægni, sem styðji það enn frekar hve öflugur hann sé að geta fengist við tvo mótstöðumenn í einu í tveimur kappræðum í röð.
Þau eru ein en í hreinu húsnæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Takk fyrir þetta Ómar.
Einhverra hluta vegna horfði Joe Biden stíft á armbandsúrið sitt núna - í beinni útsendingu.
Í fyrri kappræðunum þar sem stjórnandinn var sá fyrsti til að koma með frammíköll, og Biden næstur í röðinni, virtist Trump leifturhratt skynja að eitthvað alvarlegt var að. Og viti menn, í ljós kom að kappræðustjórnandinn er að skrifa hagfellda bók um Nancy Pelosy.
Og síðan kom í ljós að C-span maðurinn sem átti að stjórna kappræðum númer tvö, varð uppvís af því að hafa logið því að Twitter-reikningur hans hafði verið "hakkaður" þegar hann skrifaði lygar um Trump þar, alveg sjálfur.
Ég er þó ekki enn búinn að horfa á þessar kappræður númer tvö sjálfur. Bíð með það þar til í kvöld, með kóki og poppi.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 23.10.2020 kl. 12:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.