25.10.2020 | 11:56
Ýmis athyglisverð áhrif farsóttarinnar.
Heimsfaraldur í á borð við COVID-19 er einsdæmi á okkar tímum og hefur þegar haft þau áhrif á mörg svið þjóðlífsins að eftirtekarvert er.
Sem dæmi má nefna áhrifin á meðferð annarra sjúkdóma sem geta verið umtalsverð ef farsóttin tekur upp svo stóran hluta heilbrigðisstarfseminnar að aðrir hlutar, jafnvel brýnar skurðaðgerðir, líða fyrir það.
Sömuleiðis virðist almenn sóttvarnarviðleitni bera árangur gegn svipuðum smitunum annarra sjúkdóma og fækka þar með dauðsföllum hjá fólki með svonefnda undirliggjandi sjúkdóma.
Pallrólegar helgar skyldudjamms gætu verið afleiðingar hins nýja ástands.
Ótrúlega róleg nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fyrstu 6 mánuði ársins 2020 minnkaði CO2 útblástur um 8.8%. Samsvarar 1550 milljón tonnum. Góðar fréttir fyrir Jörðina, en einnig fyrir mannfólkið.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.10.2020 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.