Tímamótabreyting í aðsigi í eftirmálum kosninganna?

Tímamótabreyting virðist líkleg í væntanlegum forsetakosningum í Bandaríkjunum.

Annar frambjóðendanna hefur í nokkra mánuði fullyrt ítrekað að í póstkosningunum, möguleika sem miklu fleiri nota sér nú en nokkru sinni fyrr, verði fólgið "mesta stjórnmálamisferli í sögu Bandaríkjanna." 

Og hann hefur hnykkt á þessu með því að hvetja hvað eftir annað sína hörðustu fylgismenn til að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til að vopnast og vígbúast, og hnykkti á því í fyrri kappræðunum með því að horfa beint til þeirra í gegnum myndavélina og segja: "Verið viðbúnír!" 

Vitað er að í fyrri kosningum hafa demokratar fengið fleiri atkvæði utankjörstaðar en republikanar, þannig að yfirgnæfandi líkur eru fyrir því að svo verði enn. 

En á móti kemur, að á kjörstað gæti Trump fengið fleiri atkvæði, og getur þá í ljósi fyrri spádóma sinna neitað að viðurkenna lokaúrslitin. 

Þar að auki hefur hann ekkert verið að draga dul á það forgangsatriði að með því að knýja fram val íhaldssams dómara í Hæstarétt séu hlutföllin 6-3 honum í vil. 

Í ljósi þessa eru því meiri líkur en í nokkrum kosningum á okkar tímum að allt fari í bál og brand ef þessi verði raunin og að baráttan eftir kosningadaginn verði hörð. 

En hvað getur Trump haft í huga varðandi það að þessi afstaða hans færi honum hagnað?

Þar kemur margt til. Til dæmis það, hvort nógu margir kjósendur kjósi hann vegna þess að þeir standi frammi fyrir tveimur kostum: 

1. Að vera í hópi þeirra sem tryggi öruggt endurkjör, þannig að lítil hætta verði á eftirmálum. Hópi þeirra sem kjósi sterkan mann sem bælir niður þá sem sækja að honum. 

2. Að kjósa Biden og vera þannig í hópi þeirra sem valda stórfelldustu illindum í sögu forsetakosningum í Bandaríkjunum.  Að kjósa ófrið og einstæð illindi. 

Það er ekki með öllu fráleitur möguleiki að þegar aðeins er um tvo kosti að velja á ýmsan hátt geti viðbrögð fólks orðið á þessa lund.

Í stjórnmálasögunni greinir frá mörgum sterkum og aðsópsmiklum stjórnmálamönnum sem að lokum komust áfram til valda í skjóli þess að þeir brutu niður alla mótspyrnu, létu ávallt sverfa til stáls til hins ítrasta og komu að því leyti á friði.  


mbl.is Treysta sjö fjölmiðlum fyrir úrslitunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Flest bendir til þess að niðurstaða þessara kosninga muni ekki ráðast af atkvæðum kjósenda heldur atkvæðum Hæstaréttardómara. Það verður þá í annað sinn á þessari öld sem Bandaríkjaforseti verður ekki lýðræðislega kjörinn heldur ákveðinn af dómstólum.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.11.2020 kl. 20:55

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Trump braut blað í fleiru.  Hann lét taka sérstaka mynd af sér með nýja hæstaréttardómaranum í alveg nýrri uppstillingu þegar hún sór sinn eið til að undirstrika til hvers goðum líkur valdhafinn l ætlaðist af henni.

Og hafði samt áður brotið blað með því að lýsa því yfir fyrirfram hve mikilvægt það væri að hún vissi, hverjum hún ætti þessa vegsemd að þakka, nefndi meira að segja tölurnar 9-6.   

Trump sem æðsta yfirvald öflugasta hers heims plataði líka undirmann sinn, hershöfðingja, til þess að fara í hina einstæðu gönguferð frá Hvíta húsinu þar sem beitt var táragasi og kylfum til að ryðja stórmenninu braut gegnum vopnlausa vegfarendur, svo að hann gæti baðað sig sviðsljósinu fyrir framan myndvélarnar veifandi biblíunni úr kirkjunni, sem gengið var til. 

Eftir á frábáðu bæði klerkarnir og hershöfðinginn sér það að taka ábyrgð á þessu sjói slyngasta sjónvarpsmanns Bandaríkjanna. 

En sjóið var tekið upp og verður geymt sem einstæð heimild.

Á Stiklastað í Noregi er stór stytta af Ólafi "helga" Noregskonungi á hesti með biblíuna í annarri hendi og veifandi brugðu sverði í hinni. 

Hliðstæða hefði verið ef Trump hefði veifað biblíunni eins og hann gerði standandi upp á skriðdreka og veifandi hríðskotabyssu með hinni hendinni. 

Hann sló þó Noregskonungi við hvað það snerti að hafa á táknrænan hátt valdamikinn hershöfðingja og herflokk í stað byssunnar.  

Ómar Ragnarsson, 2.11.2020 kl. 21:53

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég vona sannarlega að Trump vinni, þótt ekki væri nema til að ergja þig í fjögur ár í viðbót.

Spái því reyndar að hann vinni. Guði sé lof.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.11.2020 kl. 03:02

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það hefur verið bent á að utankjörstaðaatkvæði (póstatkvæði) komi flest frá fjölmennustu fylkjunum, svo sem Californiu og New York, sem hafa öruggan meirihluta demokrata.
En kjörmönnum þar fjölgar ekki í takt við kosningaþátttöku. Hilary tapaði síðast einmitt vegna þessa.  Hún fékk fleiri atkvæði á landsvísu en Trump en það var fjöldi kjörmanna sem réði úrslitum.

Kolbrún Hilmars, 3.11.2020 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband