5.11.2020 | 11:07
Nýir andstæðingar lýðræðis.
Fróðlegt er að sjá það gefið í skyn að ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, sé eitt af helstu verkfærum andlýðræðislegra afla í heiminum og að Donald Trump sé eini núlifandi stjórnmálamaður heims sem andæfi þessum andlýðræðislegu öflum.
Það gerði hann meðal annars með því að verða eini maðurinn í sögu Bandaríkjanna, sem vitað er um, að hafa hundelt Bandaríkjaforseta á sínum tíma fyrir það að vera ólöglega í embætti og vera ekki fæddur innan Bandaríkjanna.
Þegar fullyrt er að Trump sé eini stjórnmálamaður heims sem hafi getað haldið fjöldasamkomur utan húss á þeim tíma sem engir aðrir gátu það, má geta þess að á ákveðnu tímabili á síðustu öld voru til stjórnmálamenn sem gátu það.
ÖSE segir Trump grafa undan trausti almennings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.