14.11.2020 | 03:06
Átakanleg viðtöl við Trump.
Þrjú sjónvarpsviðtöl við Donald Trump í kosningabaráttunni voru átakanleg hvað hann varðaði og með því að kíkja á þau á netinu má glögglega heyra og sjá hvers vegna margir voru sammála um það eftir á að þau hefðu verið verstu viðtöl við forseta í bandarískri sögu.
Meðal þess sem hann virtist ekki skilja í þessum viðtölum var að póstkosningar hefðu verið við lýði í 160 ár í Bandaríkjunum, heldur fullyrti hann að þetta væri eitthvað alveg nýtt.
Hann staðhæfði að mörgum milljónum kosningaseðla hefði verið dreift, já mokað út um öll Bandaríkin án þess að gefa upp neinar sannanir fyrir þessum gríðarlegu stóryrðum.
Og á þessu hefur hann hangið eins og hundur á roði síðan og ítrekað fávisku sína um atkvæði greidd án þess að kjósandi fari á kjörstað.
Fylgismenn hans elta hann staðfastlega um þetta mál og fullyrða hástöfum um að þetta sé mesta hreyksli samanlagðrar sögu, hvorki meira né minna.
Sömuleiðis var forsetanum fyrirmunað að skilja það hvernig staða ríkjanna er metin varðandi stöðuna í heimsfaraldrinum með því að líta á hlutfallið á milli dauðsfalla af völdum veirunnar og fólksfjölda viðkomandi ríkis.
Sagði tímann leiða úrslitin í ljós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar.
Svo kallaðir leiðtogar Demókrata gerðu í fyrra miklar og stórkostlegar athugasemdir við kosningavélarnar sem notaðar eru og hugbúnaðinn sem notaður er við talningu atkvæða. Eins og sjá má hér.
Í september leiddi rannsókn í ljós að 1,8 milljón fleiri skráðir kjósendur voru í 353 sýslum í 29 ríkjum í Bandaríkjunum en fjöldi manna á kosningaaldri var þar í september: Fréttatilkynning 16. október 2020.
Og nú er komið í ljós að þingmenn Demókrata og fjölskyldur þeirra eru stóreigendur í því fyrirtæki sem býr til hugbúnaðinn sem notaður er við talninguna.
Það lítur því út fyrir að langt sé í það að úrslit kosninganna verði kunn.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 14.11.2020 kl. 06:02
Maðurinn var bara (er) illa gefinn, lítt skólagenginn og "big mouth" þar sem engin innistæða er fyrir neinu sem hann segir/sagði.
Hann fer að sjálfsögðu beint, og mun tróna efst á hinum stutta lista yfir verstu og vanhæfustu/óhæfustu forseta USA.
Vonandi var þetta lærdómur fyrir bandarísku þjóðina, en ég á samt einhvern vegin ekki von á því. - Bandaríska þjóðin er ekki í lagi. Eitthvert innanmein er að grafa um sig í sál þessarar þjóðar.
Már Elíson, 14.11.2020 kl. 14:54
Már, það er ekki að undra að öll heimsveldi veraldrinnar, nema tvö, hafa fallið. Og þau falla ekki fyrir utanaðkomandi ógn heldur vegna fúa í innviðunum. Og þessi tvö sem nú skrimta, Kína og BNA, munu falla. Og BNA eru komin vel á veg með að fella sjálf sig innanfrá vegna þess að eitthvert innanmein er að grafa um sig í sál þessarar þjóðar.
Thorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 14.11.2020 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.