14.11.2020 | 08:23
Endalaus tregða gegn línum í jörð.
Um háspennulínur hér á landi hefur lengi gilt fádæma tregða gegn því að leggja þær í jörð í stað þess að þær skuli endilega valda sem mestri sjónröskun og vera sem tröllslegastar.
Þessi tregða hefur gilt vegna línulagna á Reykjanesskaga til dæmis með tregðu gegn því að fara í jörð meðfram Reykjanesbraut en hanga þess í stað sem fastast á því að risalína eða línur fylgi erlendu ferðafólki sem dyggilegast frá byrjun til enda ferðalags.
Í álitskönnunum hjá erlendu ferðafólki varðandi svona stóriðjulínur hefur komið fram, að langflestir töldu líurnar skemma mest fyrir sér þá upplifun af ósnortinni og einstæðri náttúru sem sé aðalsmerki lands og þjóðar.
Þegar reynt var að troða risalínu milli Blöndu og Kröflu ofan í alla sem eiga leið um þjóðveg númer eitt var höfð uppi sú mótbára að línur í jörðu væru svo margfalt dýrari en loftlínur, að það yrði að leggja þessa línu meira að segja þannig eftir Oxnadal að hún skerti sem mest umhverfi og fæðingarstað Jónasar Hallgrímssonar.
Vitnað var í rándýra könnun Landsnets á þessu, en fulltrúum landeigenda neitað um að fá aðgang að henni.
Þegar þeim tókst síðan að knýja fram heimild til að kynna sér skýrsluna, kom það svar, að hún hefði týnst!
Ein Lyklafellslína í stað tveggja öflugri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll veist þú eitthvað um svokallað launafl sem myndast í rafstrengjum í jörð,og hvaða annmörkum það veldur í orkuflutnbingi.
Svo er til svokallað fasafrávik og bakafl veistu eitthvað um þessi mál
rafvirki (IP-tala skráð) 14.11.2020 kl. 22:09
Ja, hugsa sér ! Og svo liggur þjóðvegur eftir endilöngum Öxnadal, en þannig mannvirki eru ekki sérlega endurkræf, miðað við háspennulínur.
Okkar náttúra: Vissulega einstæð, en er hún ósnortin ? Nei.
Íslensk náttúra er vistfræðilegt "kollaps", eða vistrústir, einkum vegna beitar og ofbeitar. Reykjanesskaginn er eitt þeirra svæða sem ber þess glöggt vitni.
Þórhallur Pálsson, 14.11.2020 kl. 22:38
Hvort eð er röksemdin: Það er hvort eð er kominn vegur og þess vegna er í góðu lagi að bæta nánast hverju sem er við.
Ómar Ragnarsson, 15.11.2020 kl. 08:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.