Furðufréttir að vestan.

Furðufréttir berast nú vestan frá Ameríku dag hvern. 

Í dag er það sú frétt að mokað hafi verið svo mörgum atkvæðaseðlum inn í talninguna, að þeir sem kusu hafi verið fleiri en kosningabærir kjósendur.  

Síðan er önnur frétt um skaðabætur í Nigeríu vegna nýja bóluefnisins vegna aukaverkana. 

Síðustu ár hefur verið stríður straumur alls konar óstaðfestra frétta og tilgátna til þess að rýra allt traust á vísindamönnum og fjölmiðlum. 

Það er raunar sígild tilhneiging hjá valdafíknum öflum, sem ná meðal annars völdum út á það að koma málum svo fyrir að nógu margir segi: Það er ekkert að marka neitt, hvorki niðurstöður vísindamanna né það sem er í fjðlmiðlum. 


mbl.is Ekki reiðubúin að deila bóluefni til New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, Ómar það er oft lítið að marka svokallaðar fréttir af niðurstöðum vísindamanna, t. d. í loftlagsmálum, því að álit þeirra virðist oft vera keypt af ráðandi pólitískum öflum rétttrúnaðarins,"góða fólksins". Sama er að segja um flesta fjölmiðla heimsins og þar með talda fjölmiðla á Íslandi, þegar þeir fjalla um sama efni.

Sömuleiðis þegar fjölmiðlarnir fjalla nú um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur lengi verið ljóst að ekki er á fréttum þeirra mark takandi. Fjölmiðlarnir segja að úrslit kosningana séu fengin, að maður að nafni Biden hafi verið kosinn forseti. En það er lýgi. Engin úrslit liggja fyrir enn. Því leitar fólk sér upplýsinga sjálft, t. d. á netinu. 

Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 15.11.2020 kl. 02:09

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sá sem ekki sér að sorpmiðlar main strem media, eða lamestream media, eins og sumir eru farnir að kalla þá, er bullandi hlutlæg og beinlínis óbilgjörn og ósanngjörn gegn Trump, er staurblindur. Hvort sem hann heitir Ómar Ragnarsson, eða eitthvað annað.

Miðlarnir loka fyrir allan aðgang Team Trump að fréttamiðlum sínum þegar þeir vilja koma sönnungargögnum á framfæri og tönnlast síðan á því að þeir leggi ekki fram nein sönnunargögn!

Ómar Ragnarsson, ætlarðu að segja mér að þér finnist þetta trúverðugt? Hvenær fylgdi þessi fyrirvari með nornaveiðunum gegn Trump, sem stóðu í a.m.k. þrjú ár:

Demókratar hafa ásakað Trump um að hafa notið aðstoðar Rússa í kosningunum, en hafa ekki lagt fram nein sönnungargögn þar að lútandi.

Theódór Norðkvist, 15.11.2020 kl. 02:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband