28.11.2020 | 18:08
Af hverju er aðstoðarflugstjórinn í hægra sætinu?
Skemmtileg umfjöllun um Diego Armando Maradona minnir á gamla spurningu um það, hvers vegna aðstoðarflugstjóri situr ævinlega hægra megin við aðalflugstjórann, "pilot in command."
Ein undantekning er þó á því: Í flugkennslu er kennarinn hinn ábyrgi en nemandinn situr í vinstra sætinu af því að hann þarf að æfa framtíðarflug sitt úr því sæti.
Svo sterk er hefðin fyrir vinstra sætinu fyrir stjórnanda ökutækis, að því er aðeins breytt í löndum þar sem er vinstri umferð.
En vegna þess að mikill meirihluti þeirra bíla, sem fluttir voru inn til Íslands, voru frá Bandaríkjunum allt fram undir 1970, voru Íslendingar nokkurn veginn þeir einu, sem héldu sig nær eingöngu við stýrið vinstra megin á meðan vinstri umferð var hér.
Tvær kenningar voru nefndar fyrir ástæðunni fyrir vinstri umferð hér á landi, annars vegar að það væri þægilegra fyrir konur á hestum að sitja með fæturna vinstra megin þegar öðrum hestum væri mætt, en hins vegar að vegna þess hve skyggni væri oft slæmt á mjóum vegum væri betra fyrir bílstjórann að sjá kantinn á hinum mjóu vegum og fylgja honum sem best þegar bílum væri mætt.
En nýlega dúkkaði upp alveg ný hugsun um þessa spurningu, hvers vegna vinstra sætið virtist svo frátekið fyrir þann sem mestu ætti að ráða, að það réði úrslitum um sætaskipan í stjórnklefum flugvéla og bila.
Þetta er nefnilega geirneglt í þeirri setningu í trúarjátningu kristinna manna þar sem segir: "...situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs..."
Situr við vinstri hönd Guðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Stjórnandinn er vinstra megin vegna þess að það er þægilegra að manúera gíra og handbremsu með hægri hendi.
SH (IP-tala skráð) 29.11.2020 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.