Hræðilega illa unnið mat á umhverfisáhrifum oft á tíðum.

Svonefnd Búlandsvirkjun er einhver versta hugmyndin af mörgum slæmum, sem sjá má í upptalningunni í tengdri frétt á mbl.is. 

Áberandi er að virkjanirnar eru yfirleitt með dulnefni hvað snertir að nöfnin greini frá því hvað á að virkja. 

Hvaða Búland er þetta, sem á að virkja? Svar: Auðvitað ekkert Búland. Það er Skaftá. 

Hvaða Kjalalda er það sem á að virkja í Kjalölduveitu?  Svar: Það eru þrír af stærstu fossum landsins. Virkjunin ætti að heita Þjórsárfossavirkjun. 

Skrokkölduvirkjun. Hvaða Skrokkalda er það, sem á að virkja?  Svar: Það á að virkja Köldukvísl. 

Svona má lengi telja. 

Síðuhafi skoðaði mat á umhverfisáhrifum Búlandsvirkjunar fyrir Framtíðarlandið 2011. Það var beinlínis ömurleg lífsreynsla. 

Hvergi var hægt að sjá í matinu að ætlunin væri að þurrka Skaftá upp á kafla, þar sem hún rennur um einstakt hraunhólmalandslag með kvíslum sem erlendir ljósmyndarar tóku andköf yfir, og einnig að tortíma fimm fallegum smáfossum norður af bænum Skaftárdal. 

Í skýrslu verkfræðistofunnar var þess getið sem smávægilegs og auðleysanlegs verkefnis að beina heilu Skaftárhlaupunum ummerkjalaust framhjá virkjuninni. 

Í skýrslu vegna virkjunar Hólmsár í næsta nágrenni var kjarr skilgreint sem lyng, lyng skilgreint sem gras og gras skilgreint sem mosi! 

Þetta var sýnt á fundi eystra á sínum tíma.  


mbl.is Myndi spilla ummerkjum Skaftárelda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Það er sem ég segi. Lokun álversins í Straumsvík er hagkivæmasti kosturinn við raforkuöflun í náinni framtíð. 

Sigurbjörn Sveinsson, 3.12.2020 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband