2.12.2020 | 13:28
Vita menn ekki hvar Hádegismóar eru?
Hér á síðunni hefur of oft þurft að benda á það hve landafræðikunnáttu fjölmiðlafólks virðist oft áfátt.
Nefnd hafa verið dæmi eins og það að Sandskeið sé á Hellisheiði og Syðri Fjallabaksleið á Fimmvörðuhálsi.
Oft er svona vitleysa upprunnin hjá fólki, sem vinnur hjá stofnunum við að hafa samband við fjölmiðla, og ét þá hver fjölmiðillinn vitleysuna upp eftir öðrum.
Nýjasta dæmið er skondið. Sagt er í tengdri frétt í dag að brú yfir Vesturlandsveg sé á móts við Hádegismóa!
Má það furðu gegna að slíku sé haldið fram í fjölmiðli á Hádegismóum til móts við Suðurlandsveg og meira en tveggja kílómetra fjarlægð frá Vesturlandsvegi, að Hádegismóar séu við Vesturlandsveg.
Ók upp undir brú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er Dunkirk komin til Englands?
Einn morguninn, fyrir skömmu, heyrði ég í fréttum RÚV, sem fjölluðu m.a. um bátafólk sem ætlaði að laumast yfir Ermarsund, að Dunkirk væri komin til Englands. Þessi frétt var svo endurtekin síðar án leiðréttingar.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 2.12.2020 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.