Tókst að leysa deilur um Jóstedalsjökulsþjóðgarð í Noregi. Lærdómur?

Þegar Jóstedalsjökulsþjóðgarður var í undirbúningi í Noregi voru deilur varðandi hann mjög svipaðar og eru hér nú. 

Hingað til lands kom Eric Solheim sem varð formaður þjóðgarðsstjórnar og lýsti þessu á fróðlegum almennum fundi. 

Áður höfðu verið harðar deilur á Stórþinginu um gerð hagkvæmustu vatnsaflsvirkjunar í Evrópu. 

Stækka átti svonefnd Langavatn sem er uppi á hálendinu og steypa hinu virkjaða vatni í gegnum það sem miðlunarlón 1000 metra fallhæði. 

Stórþingið samþykkti að lokum að falla frá þessari virkjun á þeim forsendum að hún skaðaði ímynd jökulsins og þjóðgarðsins. 

Samt sést jökullinn ekki frá vatninu og vatnið sést ekki frá jöklinum!

Þegar þetta er borið saman við Hálslón og Kárahnjúkavirkjun sést, hvernig Norðmenn eru ljósárum á undan okkur í náttúruverndar- og umhverfismálum.

En í hugum margra hér er sennilega full ástæða til þess að forðast að læra neitt af gangi þessara mála í Noregi.  


mbl.is Svarar gagnrýni á Hálendisþjóðgarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Norðmenn eru einnig ljósárum á undan okkur í virkjunum og sölu á rafmagni til útlendinga. Við þurfum að taka okkur á ef við ætlum að verða jafnokar Norðmanna í þeim málum. Miðað við höfðatölu þurfum við bara að virkja eins mikið og þegar hefur verið virkjað til að ná Norðmönnum. Og þá verður eins auðvelt fyrir okkur að hætta virkjunum og snúa okkur að náttúruvernd og það var fyrir Norðmenn.

Þú ert eiginlega að segja við sveltandi mann "Sérðu feita kallinn sem er að labba frá veitingastaðnum? Ekki er hann að borða. Þú getur gert eins."

Vagn (IP-tala skráð) 7.12.2020 kl. 02:40

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

2002 sagði Kjell Magne Bondevik að tími stórra vatnsaflsvirkjana væri liðinn í Noregi og við það hefur verið staðið. 

Að magni til er jafn mikið vatnsafl eftir óvirkjað í Noregi og hér. Garðar voru áætlanir um risavirkjun á norska hálendinu í stíl við LSD á Norðurhálendinu hér.

Þær nota hreint vatn þar sem ekkert aurset fyllir miðlunarlónin upp eins og hér. 

Ómar Ragnarsson, 7.12.2020 kl. 09:55

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þessar LSD áætlanir rykfalla í skúffum frænda okkar. Fyrsti áfangai rammaáætlunar leiddi í ljós að Kárahnjúkavirkjun felur í sér mestu mögulegu óafturkræf neikvæð umhverfisáhrif, sem möguleg eru hér á landi. 

Fyrir "einskæra tilviljun" kom þessi niðurstaða fram nokkrum mánuðum eftir að búið var að ganga frá samningunum við Alcoa. 

Ómar Ragnarsson, 7.12.2020 kl. 09:58

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þessar LSD áætlanir um virkjun hreins og endurnýjanlegs orkugjafa rykfalla í skúffum frænda okkar. Fyrsti áfangi rammaáætlunar okkar leiddi í ljós að Kárahnjúkavirkjun felur í sér mestu mögulegu óafturkræf neikvæð umhverfisáhrif, sem möguleg eru hér á landi og líklega einnig hin mestu í Evrópu. 

Hálslón á eftir að fyllast upp af auri, ca 15 milljón tonn á hverju sumri og miðlunin verða ónýt. 

Fyrir "einskæra tilviljun" kom þessi niðurstaða í rammaáætlun fram nokkrum mánuðum eftir að búið var að ganga frá samningunum við Alcoa. 

Ómar Ragnarsson, 7.12.2020 kl. 10:01

5 identicon

man ekki betur en kongurinn eigi mest af hálendi Noregs varla er þetta hægt að færa yfir á miðhálendisþjóðgarð. eða leysir nokkuð skapaðan hlut umburðarlyndi er ekki stærsti kostur umhverfisráðuneytis. 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 7.12.2020 kl. 11:21

6 identicon

2002, þegar Norðmenn höfðu virkjað mest allra í heimi, sagði Kjell Magne Bondevik að tími stórra vatnsaflsvirkjana væri liðinn í Noregi og við það hefur verið staðið.

Að magni til er bara jafn mikið vatnsafl eftir óvirkjað í Noregi og hér. Að magni til er Noregur samt nærri fjórum sinnum stærra en Ísland. Við þurfum því að virkja nærri 75% af óvirkjuðu vatnsafli til að standa Norðmönnum jafnfætis.

Í virkjunum vantar því mikið upp á að við séum með tærnar þar sem fyrirmyndin Noregur hefur hælana.

Vagn (IP-tala skráð) 7.12.2020 kl. 20:01

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í allri umræðu virkjanasinna er aldrei talað um umhverfisáhrif og hin gríðarlegu óafturkræf neikvæð umhverfisáhrif sem íslensku virkjanirnar hafa en þær norsku ekki. 

Ómar Ragnarsson, 7.12.2020 kl. 22:40

8 identicon

Þú valdir Noreg sem fyrirmynd en það er tvíbent sverð.

Þó umhverfisáhrif séu neikvæð í þínum huga þá þarf það ekki að vera það hjá öðrum. Þó lón fyllist af leir og sandi þá er það náttúrunni skaðlaust, ekkert eitrað, engum hættulegt og ekkert öðruvísi en aðrir staðir þar sem jarðefni hafa sest til. Lónið fyllist og með hækkandi hita verður þar grösug og blómleg slétta. Það er mikill munur á óafturkræf neikvæð umhverfisáhrif og óafturkræf umhverfisáhrif.

Vagn (IP-tala skráð) 9.12.2020 kl. 03:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband