7.12.2020 | 22:15
Eigum við að hleypa reykingunum aftur lausum?
Í furðu mörg ár var það trúaratriði hjá mörgum, að það væri ólíðandi skerðing á lögvörðu einstaklingsfrelsi að banna tóbaksreykingar á neinn hátt.
Staðreyndir um afleiðingar reykinga sem fóru að koma fram fyrir 50 árum högguðu lengi vel ekki neinu.
Svipað reyndist um áhrif óbeinna reykinga. Það stóð hörð barátta um málið áratugum saman.
Smám saman áttaði fólk sig á því, að frelsi eins endar þar sem frelsi annars byrjar.
Að það væru rök fyrir þeim kröfum þeirra, sem ekki reyktu, að þeir hefðu frelsi til þess að vera án þess að anda ofan í sig heilsuspillandi reyk.
Í dag myndi það verða ómögulegt að færa lög um reykingar aftur til gamals horfs og hleypa þeim lausum.
Þess vegna er það furðulegt að nú skuli uppi hörð krafa ótrúlegra margra að hverjum sem er sé það frjálst að anda farsóttarsmiti að vild framan í aðra.
Heimsfaraldurinn byggist á svo sára einföldu atriði: Smitaður maður andar á annan og smitar hann.
Fylgdust með en skárust ekki í leikinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ehemm. Sko. Það hefur verið sýnt fram á að það er heilsuspillandi að vera í rými þar sem tóbaksreykur líður um loftið.
Það sem við vitum um kóvít er að það er flestum alveg hættulaust, en fáum er það talsvert hættulegt. Um leið og búið er að verja þá sem eru í hættu með bólusetningu er engin ástæða til að viðhafa lengur neinar sérstakar ráðstafanir til að hindra smit. Í rauninni væri þá frekar ástæða til að hafa uppi sérstakar ráðstafanir til að hindra að fólk smiti hvert annað af flensu eða kvefi, því þegar áhættuhópar kóvít hafa verið varðir eru þessar tvær pestir miklu hættulegri afganginum af fólki en kóvít er.
Í sumum löndum Asíu er venja að á flensutíð hafi fólk grímur. Eflaust eru flensusmit færri þar af þessum sökum. Máske verður þetta að venju í fleiri heimshlutum í kjölfar kóvít.
Þorsteinn Siglaugsson, 7.12.2020 kl. 22:47
netop Ómar
Halldór Jónsson, 8.12.2020 kl. 09:11
Svipað og í þinni færslu, Halldór.
Ómar Ragnarsson, 8.12.2020 kl. 10:15
Nýjasta frá Ivor Cummins (biochemical engineer)
https://www.youtube.com/watch?v=3cjgicrA504
Elló (IP-tala skráð) 8.12.2020 kl. 10:17
Einhvers staðar las ég að mjög hafi dregið úr tíðni smitsjúkdóma, annarra en Kovid, undanfarna mánuði. Væri fróðlegt að sjá tölur um það.
Hörður (IP-tala skráð) 8.12.2020 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.