Bob Herendeen átti upphaflega að rjúfa hljóðmúrinn.

Chuck Yeager og Bob Herendeen voru tveir af færustu flugmönnum Bandaríkjanna þegar þeir voru valdir ásamt Bob Hoover til þess að fara í fyrsta flugið þar sem hljóðmúrinn yrði rofinn á Bell X-1. pitts_s1ss_promo_pic_600x336_trans

Herendeen átti að gera þetta, en henn, Yaeger og Bob Hoover  æfðu sig jafnmikið, því að mikið var lagt upp úr því að þessi mikilvæga tilraun heppnaðist fullkomlega og forföll settu ekki neinn strik í reikninginn.  

Herendeen hafði gaman af því að fljúga listflug og varð það á, að koma of lágt út úr einni æfingu þannig að flugvél hans straukst harkalega við jörðu þegar hún kom niður úr "lykkju" ("loop") , án þess þó að Bob meiddist. 

Þótti hann sleppa ævintýralega vel, en þetta var talið agabrot og þess vegna varð niðurstaðan að Yaeger færi í þetta fræga flug og valdi hann Bob Hoover til þess að vera fylgdarflugmlaður og til vara. 

Þeir Chuck Yaeger, Bob Hoover voru samherjar í öflugri framvarðasveit bandarískra flugmanna eftir Seinni heimsstyrjöldina, og á sjöunda áratugnum opnaði tvíþekjan Pitt Special möguleika fyrir Herendeen að komast í fremstu röð bandarískra listflugmanna. 

Þá var komið til skjalanna heimsmeistaramót í listflugi þar sem sérsmíðaða tékkneska flugvélin Zlin færði Austur-Evrópumönnum heimsmeistaratitilinn. 

Ein slík flugvél var flutt inn hingað til lands. 

En Herendeen lék hins vegar slíkar listir á hinni smáu en knáu tvíþekju Pitt Special bæði á flugsýningum og í keppni, að Bandaríkjamenn ákváðu að gera atlögu að veldi Sovétmanna á HM. 

Pitt Specialvélin hafði þann kost, að hún var afar smá og léttbyggð og að hægt var að troða í hana mun aflmeiri hreyfli en í Zlin og auk þess gáfu hinir stuttu tvíþekjuvængir henni gríðarlegan veltihraða. 

Á þessum árum og lengi eftir það var talið að Bob Herendeen væri sá flugmaður sem best allra hefði náð tökum á þessari frábæru listflugvél, sem upphaflega hafði ekki verið hönnuð sérstaklega fyrir listflug, heldur sem heppileg flugvél til heimasmíða. 

Á síðustu árum hafa algerlega sérsmíðaðar evrópskar listflugvélar náð lengra en Pitt Special í hinum sérhönnuðu æfingum á meistaramótum í listflugi, en samt heldur Pitt Special furðu vel sínu striki.  

Undanfarin ár hefur Sean Tucker náð einna frábærustu tökunum á þessari afburða flugvél og þrátt fyrir að vera kominn að sextugu haldið sínu með þrotlausum æfingum, jafnvel daglegum þrek og kraftæfingum í líkamsræktarstöð. 

Herendeen lést 1994 en með Chuck Yager er genginn einn af þeim frumherjum, sem leiddu framfarir í flugi á síðustu öld. 

Þeir þekktustu voru upphaflega orrustuflugmenn, sem gerðust reynsluflugmenn, svo sem Bob Hoover, sem sýndi listflugatriði á flugsýningum á klunnalegri tveggja hreyfla Shrike Commander flugvél, sem enginn annar gat sýnt eða hefur getað sýnt. 

Og þetta gerði hann fram til 77 ára aldurs. 

Í viðtali við hann 77 ára gamlan eftir að hafa framkvæmt þetta algerlega einstæða atriði á Sun and Fun flugsýningunni í Florida var hann spurður, hvort hann hefði ekki áhyggjur af því hvernig það færi ef það kæmi að því að honum mistækist. 

Hann svaraði samstundis: "Don´t worry; I will be the first to know."

Síðar þetta ár hætti hann áður en nokkur annar fengið uppgefið hvers vegna. 

Bob Hoover lést 94 ára gamall. Hann, Bob Herendeen og Chuck Yaeger, ógleymanlegir frumherjar í flugi og Hoover talinn einn fremsti flugmaður allra tíma.  

 


mbl.is Chuck Yeager látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Yeager var meiddur á fæti og hefði ekki fengið að fara um borð í X ið.Hann leyndi meiðslunum og var hjálpað um borð.Hann flaug þannig inn í söguna en ekki Hoover í þessu flugi.

Halldór Jónsson, 8.12.2020 kl. 21:50

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eftir stendur að þegar frá líður er sess Hoovers hærri hvað snertir færni sem flugmanns. 

Ómar Ragnarsson, 9.12.2020 kl. 14:44

3 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Ameríkanar skreyta sig gjarnan með stolnum fjöðrum.

Þýski testflugmaðurinn Lothar Sieber var fyrstur manna til að rjúfa hljóðmúrinn.

Hann afrekaði þetta þann 1. mars 1945 er hann flaug “Raketenflugzeug “ Bachem Ba-349 Natter.  Hann fórst í lendingunni.   Það leikur hins vegar vafi á því hvort hann náði í þessari ferð nægri flughæð til fá heiðurinn af því að verða einnig fyrsta manneskjan til að ná að fljúga út í Alheim (Weltraum).  Sú manneskja sem fær heiðurinn af því er hin fræga þýska flugdama Hanna Reitsch.

Daníel Sigurðsson, 9.12.2020 kl. 16:41

4 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

Var að skoða lista yfir flugmenn X! og ég finn hann hvergi.

List of X-1 flights - Wikipedia

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 10.12.2020 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband