11.12.2020 | 22:50
Eltir veiran Íslendinga?
Fyrir 45 árum þegar síðuhafi kom fyrst til Kanaríeyja fóru allir til Gran Canaria en enginn til Tenerife þótt sagt væri að sú eyja væri fallegri.
Það fyrst hin síðustu ár sem Íslendingar hafa tekið vaxandi ástfóstur við þessa fögru eyjum og það svo mjög, að hún er að verða eins konar útibújörð fyrir okkur erlendis.
Það er eðlilegt því að Ísland og Kanaríeyjar eru á svipaðri lengdargráðu og tímamunurinn eins lítill og hægt er að óska sér auk þess sem loftslagið hentar okkur afar vel.
Nú dregur hins vegar blikur á loft varðandi veiruskrattann sem herjar á báðum stöðunum og íslensku jólahaldi og jólaumferð ógnað.
Það má orða það þannig að engu sé líkara en að veiran elti Íslendinga.
Tenerife færð á hættustig: 209 ný smit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.