12.12.2020 | 18:56
Verður þorskastríð milli Breta og ESB "öfugt" þorskastríð? Klippt á víra?
Bretar háðu þrjú Þorskastríð við Íslendinga, og þar á undan efnahagslegt þorskastríð. Bretar beittu herskipum, sem voru þeim takmörkunum háð vegna sterkrar stöðu Íslands í NATO að mega ekki nota fallbyssurnar.
Það kom hins vegar fyrir að íslensku varpskipin skytu aðvörunarskotum að breskum togurum, og var viðureign Guðmundar Kjærnested við togarann Everton dæmi um það.
Í seinni stríðunum beittu íslensku varðskipin vírklippum til að skera á togvíra breskra togara.
Nú hefur dæmið snúist við ef bein átök verða á milli Breta og flota ESB ríkja.
Sagt er að fjögur bresk herskip séu tilbúin í slaginn til að verja breska landhelgi ef á þarf að halda að fara í hlutverk íslensku varðskipanna.
Spurningin er hvort breskum togaravírklippum verði beitt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.