13.12.2020 | 13:10
Vanþakklátir og heimskir dómarar?
Bandaríkjaforseti notaði völd sín til að skipa Hæstaréttardómara á þann hátt að lýsa því yfir að með vali sínu væri það beinlínis ætlunin að ná 6 á móti 3 dómurum í réttinum, sem bæri að ógilda komandi kosningar af því að þær yrðu stærsta kosningahneyksli sögunnar.
Hann margstagaðist á þessu fyrirfram og lét stilla síðasta "rétta" dómaranum þannig upp á ljósmynd með sér, að búið væri fyrirfram að geirnegla "réttan" ógildingardóm, sem í raun þýddi að staðfesta fyrirfram felldan dóm forsetans.
Hugsunin og skilaboðin voru voru skýr: Viðkomandi dómari átti frama sinn eingöngu að þakka forsetanum og bæri að endurgalda greiðann, hvenær sem forsetinn ætlaðist til þess.
Það gerðist hins vegar ekki og í ummælum Trumps um þessa röngu hegðun Hæstaréttar sést berlega, að með þessu háttalagi móðga dómararnir stórlega mikilhæfasta forsetann í sögu Bandaríkjanna síðustu l67 ár.
Og ný klykkir forsetinn út með orðunum að barátta hans til viðhalda völdum sínum sé rétt að byrja og muni enda með frækilegum sigri hans.
Trump ósáttur með Hæstarétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi forseti er svo fávís og mikill bjáni að það er vonandi að heimurinn losni við hann úr embætti valdamesta ríkis heimsins,þar á hann ekki heima og það sjá flest allir.
Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 13.12.2020 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.