Sprenging í sölu léttra bifhjóla í Evrópu.

Árið 2020 er orðið metár í sölu bifhjóla, einkum léttra bifhjóla (125 cc) í Evrópu.DSC09313

Tölurnar varðandi þennan uppgang eru stórar, allt frá 66 prósent vexti upp í 150 prósent og jafnvel fjórföldun. 

Mest selda léttbifjólið er Honda SH, ekki aðeins 125 cc hjólið, heldur kemur mjög sterkt inn nýja 350 cc hjólið, sem er 10 sentimetrum lengra og tvöfalt kraftmeira, en eyðir þó aðeins 3,3 lítrum á hundraðið. 

Hámarkshraði hátt í 140 km/klst. 

Það sem meira er, af reynslu síðuhafa af því að nota Honda PCX 125 cc hjól í fjögur ár með aldeilis einstaklega litlum kostnaði. 2015-honda-pcx150-9_800x0w

Komið hefur í ljós að eyðslan er að meðaltali 2,2 lítrar á hundraðið á hverja 100 kílómetra í innanbæjarakstri, en 2,5 - 2,6 lítrar úti á þjóðvegum, allt  frá Reykjavík vestur á Ísafjörð um Vestfjarðahringinn, norður og austur um Akureyri, Egilsstaði og Hornafjörð í tveimur ferðum um hringveginn og í skrepp til Siglufjarðar og til baka á sama deginum. 

Á myndinni hér fyrir neðan er staldrað við á Djúpavogi, og stóri kassinn aftan á hjólinu er hljómflutningskerfi, sem notað var í þrennum trúbadortónleikum á 2000 kílómetra ferð í einum rykk, fyrst stóra hringinn og í beinu framhaldi Vestfjarðahringinn, svo að ferillinn í ferðinni var eins og tölustafurinn 8.  

Rökin fyrir þessum ferðamáta blasir við.Léttir, Djúpavogi

Svona hjól sem getur jafnvel verið lúxusfarartæki, svonefnd "sofascooter", er tífalt ódýrara, tífalt léttara, fimmfalt fyrirferðarminna og tvöfalt til þrefalt sparneytnara en sparneytnasti bíll. 

Við það má bæta óbeinu kolefnisspori vegna þess hluta af tilveru svona farartæki sem snýr að framleiðslu, förgun og eignarhaldi og rekstri. 

Þegar skoðaðar eru tölur um óbeint kolefnisspor rafbíls kemur í ljós að léttbifjól kemst nálægt rafbílnum í að minnka kolefnisspor farartækja. 

Asíulönd hafa forystu um framleiðslu og hrökk síðuhafi við þegar hann sá að Honda PCX hjólið er framleitt á Tævan, sem er í fararbroddi í hönnun og framleiðslu. Gogoro. Skiptistöð

Kínverjar koma æ sterkari inn og eru með mestu framleiðsluna eins og fleiri sviðum smíði farartækja á heimsvísu. 

Bylting er komin til skjalanna í framleiðslu á rafknúnum léttbifjólum með útskiptanlegum rafhlöðum.

Gogoro á Tævan er komnið lang lengst í að nýta sér þessa aðferð, með notkun nets rafgeymaskiptistöðva,  sem engin bensínstöð getur keppt í hvað varðar hraða og þægindi við að setja orkugjafann á rafhjólið. gogoro 1

Hér á landi hafa verið farnar nokkrar reynsluferðir á 300 þúsund króna Super Soco CUx rafknúnu léttbifhjóli þar sem farið hefur verið í þrjár ferðir út fyrir Reykjavík.

Farið var upp í Borgarfjörð og líka ein ferð í einum rykk til Selfoss og til baka aftur. Léttfeti við Gullfoss

Gullni hringurinn var farinn á fjögurra klukkustunda ferð, en niðurstaðan hefur verið sú að án skiptistöðva fyrir rafhlöður, sem alveg vantar enn hér á landi, hefur drægni svona hjóls verið 132 kílómetrar á einni hleðslu og orkukostnaður 15 sinnum minni en á sparneytnasta bíl, 0,80 krónur á ekinn kílómetra. 

Til Selfoss og til baka fyrir 88 krónur!   

 

 


mbl.is Fimmti hver bíll rafknúinn árið 2023
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta eru nú reyndar bara hin nýju fótanuddtæki hágóða fólksins Ómar minn. Þau koma ofan í allt hitt og enda sem ónotað tískudellurusl á haugunum, svo ekki sé minnst á rafhláturshlöðurnar. Svipað og lúpínan í fjallshlíðum Seyðisfjarðar sem losaði jarðveginn.

Ofan í þetta drasl á tveimur kemur síðan ein meðvindsbifreið eða hin blessaða og baneitraða tískurafhlaða þín á fjórum hjólum (erlendis er rafmagnið á hana framleitt með olíu og kolum).

Undir- og uppistaðan verður samt sem áður hefðbundin bifreið sem getur eitthvað, hvar sem er og hvenær sem er, án rafmagns.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 27.12.2020 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband