30.12.2020 | 23:47
Minnir á "eldheita sumarið" 1968.
Sumarið 1968 átti síðuhafi þess kost að fara í hálfs mánaðar ferð um Bandaríkin og hafa viðdvöl í fimm borgum í samræmi við tilboð og hvatningu til erlendra ferðamanna þess efnis að koma til Bandaríkjanna, dvelja þar í tvær vikur og hafa millilendingar í minnst fimm borgum í ferðinni.
Ef þessu tilboði yrði tekið, fengist 50 prósent afsláttur á flugfargjöldum.
Þessi ferð var möguleg, vegna þess að Íslendingafélögin í Los Angeles og San Fransisco tóku sig saman um að fá mig til sín á þjóðhátíðarsamkomur félaganna í tengslum við 17. júní og greiddu ferðakostnað sem svaraði fullu flugfargjaldi fram og til baka frá Íslandi.
Fyrir valinu urðu borgirnar New York, Washington, El Paso, Los Angeles og San Fransisco.
Þetta sumar var allt á suðupunkti bæði vestra og líka í Frakklandi vegna andófs gegn kynþáttamisrétti og Víetnamstríðinu og voru víða kveiktir eldar í borgum, líkt og gerðist í sumar.
1968 voru kosningar í aðsigi eins og nú.
Bæði Martin Luther King leiðtogi mannréttindabaráttunnar og Robert Kennedy væntanlegur forsetaframbjóðandi voru myrtir og var áhrifamikið að koma í Ambassador hótelið í Los Angeles á morðstað Kennedys.
Sðmuleiðis var Bandaríkjadvölin öll við þessar aðstæður afar minnisstæð.
Að sumu leyti virðast andstæðurnar enn meiri nú en þá, ef marka má hörkuna núna sem brýst ekki aðeins fram í fjölmiðlum vestra, heldur líka í öðrum löndum.
Sú röksemd að ástandið væri að kenna svörtum rasisma heyrðist ekki 1968 en er áberandi nú.
Rökin sem höfð eru uppi fyrir því að hreyfingin og slagorðið "Black lifes matter!" sýni glórulaust ofstæki og rasisma og hana beri því að fordæma, sjást og heyrast meira að segja höfð í frammi hér norður á Íslandi.
Rökin eru meðal annars þau að heitið sjálft, "Black lifes matter!" haldi bara fram rétti svartra en ekki annarra. Þar með hljóti þau að vera rasismi.
1968 var barist gegn grónu kynþáttamisrétti gagnvart blökkufólki án þess að það fælist í helstu slagorðunum og eðli málsins samkvæmt voru blökkumenn á borð við Martin Luther King og Malcolm X áberandi. Báðir voru drepnir og það segir ákveðna sögu.
"Black lifes matter!" slagorðinu er ætlað að benda á þau síendurteknu ofbeldisverk gegn svörtum, sem viðgengiast hafa lengi og viðgangast enn um öll Bandaríkin.
Sem sagt; að líf svartra eigi að njóta jafnréttis á við líf hvítra.
Ekki bætti úr skák þegar horft var á það í sjónvarpskappræðum Trumps og Bidens að Bidein fordæmdi allt ofbeldi hjá báðum aðilum í þessum átökum, en Trump færðist undan, sneri sér í myndavélina og talaði beint í gegnum hana við sína hvítu vopnuðu fylgismenn um komandi kosningar með þeim orðum að þeir skyldu bara bíða rólegir og vera tilbúnir.
Ekkert hliðstætt þessu gerðist vestra fyrir forsetakosningarnar 1968. Gjáin milli gagnstæðra fylkinga virðist því miður hafa dýpkað í rúma hálfa öld ef eitthvað er.
Glundroði í Kenosha í Wisconsin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já Ómar, þú hefur að ýmsu leiti rétt fyrir þér. En þú snýrð hlutverkum forsetaframbjóðendanna við.
Föðurlandsvinurinn Donald J. Trump yfirgaf lífsstíl sinn sem miljarðamæringur til að þjóna Guði og Bandaríkjunæmum. Hann hefur beitt sér gegn ofbeldinu sem felsts í morðum á ófæddum börnum sem eiga sér stað í miljónatali Bandaríkjunum.
Föðurlandssvikarinn Joe Biden falsaði nýlega kosningar í Bandaríkjunum og seldi um leið sál sína guðlausum Kommúnistaflokki Kína til að geta lifað lífstíl miljarðamærings. Hann styður ofbeldisverkin sem felast í drápum ófæddra barna.
Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 31.12.2020 kl. 02:11
Gaman að lesa þennan samanburð á árunum 1968 og 2020 Ómar og vel til fundið. Annars ertu vinstrisinnaðri í raun en ég hélt að þú værir. Þegar þú söngst um stjórnmálamennina á 7. áratugnum settir þú þá alla í sama spéspegilinn, rétt eins og Spaugstofan gerði síðar.
Ég tek undir það með þér að gjáin á milli andstæðra skoðana er mikil í Bandaríkjunum og er alvarlegt mál.
Ég tek undir það sem margir hafa sagt að fjölmenningin er ekki lengur lífvænleg hugmynd.
Það þarf að leyfa umræður um þessi mál á hreinskilinn og opinskáan hátt, aðeins þannig minnkar gjáin á milli hópanna og hatrið minnkar. Það þarf að hætta að hata suma fyrir rasisma og aðra fyrir sínar skoðanir.
Þegar pottur er settur yfir eitthvað og bönnin fara að ríkja eykst heiftin.
Munurinn er mikill á tíðarandanum núna og 1968. Blómabörnin dreifðu út kærleika. Vinstrimennirnir og alþjóðasinnarnir gera það að vísu líka í dag, þar er þó meiri harka og heift en meðal blómabarnanna. Frá þeim koma ritskoðanirnar umdeildu.
Ég vona að spádómarnir rætist um betri tíma, sem þó hafa komið fram, meðal annars hjá spákonum.
Ingólfur Sigurðsson, 31.12.2020 kl. 13:42
Ég var tveggja ára þegar þetta var.
Guðjón E. Hreinberg, 31.12.2020 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.