Covid-draugurinn: Dauðadómar af handahófi, gengur aftur erlendis.

Þegar fyrsta bylgja COVID-19 skall yfir af fullum þunga fyrir um tíu mánuðum, mátti sjá á einstaka svæðum nýstárlega og hrollvekjandi sjón, svo sem í Wuhan, Svíþjóð og New York: Heilbrigðiskerfið var sprungið og viðfangsefni heilbrigðisstarfsfólks var að hluta til fólgið í því að kveða upp dauðadóma á stundinni frammi fyrir of mörgum skjólstæðingum; þessi skal deyja - þessi skal lifa - þessi deyja - þessi lifa...

Og siðan bættust við aðrar birtingarmyndir hrollvekjunnar, líkkistur og lík, sem hrönnuðust upp, fljótgrafnar fjöldagrafir, skortur á öndunarvélum o. s. frv. 

Í þriðju bylgju faraldursins hefur þessi draugur, sem kalla má covid-drauginn, byrjað að ganga aftur hér og þar jafnframt því sem kapphlaup um bóluefni kallar á nýjar dramatískar aðstæður. 

Þegar þessar öldur farsóttarinnar rísa æ hærra og víðar erlendis getum við Íslendingar verið þakklátir fyrir það, ef okkur tekst að halda ástandinu öllu skárra hér en víðast annars staðar. 

Að vísu vaxa líkur á því að efnahagskreppan verði bæði dýpri og langvinnari hér á landi en í öðrum löndum, vegna samsetningar þjóðartekna okkar. 

Því að jafnvel þótt okkar land sé litað ljósari litum á alþjóðlegum kortum um ástandið í mismunandi löndum heldur en hin eldrauðu lönd í kringum okkur, erum við að mörgu leyti leiksoppar þess ástands, óháð því hvernig ástandið er hjá okkur. 

Þess vegnar getur kapphlaupið um bóluefni orðið afdrifaríkt. 


mbl.is Kapphlaupið hvergi nærri að baki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband