24.1.2021 | 19:25
Takk fyrir skemmtunina!.
Leikur Íslendinga við hið firnasterka norska landslið á HM var mikil skemmtun þótt hann tapaðist í blálokin. 33 gegn 35 mörkum þar sem aðeins einu marki munaði 4 mínútum fyrir leikslok og úrslitin ekki ljós fyrr en enn nær leikslokum segir sína sögu um hin hraða og yndislega sóknarleik, sem var spilaður.
Íslenska liðið skoraði hátt í tvöfalt fleiri mörk á móti norsku snillingunum en á móti Sviss um daginn og flest þessara marka og aðdragandi þeirra voru hreint dásamleg á að horfa.
Í þessum síðasta leik Íslands í milliriðli fóru ýmis atriði í leik íslenska liðsins að ganga betur en áður, bæði fjöldi hraðaupphlaupa og ekki síður fjöldi og fjölbreytileiki línusendinga sem skópu mörk.
Áður höfðu afar góð afar góð vörn og markvarsla sannað sig.
Það að íslenska liðið komst ekki í átta liða úrslit ætti ekki að yfirskyggja allt annað.
Lið Þýskalands, með 250 sinnum stærri þjóð að baki en Íslendingaar og stærstu og bestu úrvalsdeild heims komst heldur ekki í átta liða úrslit.
Það eina sem virtist áberandi erfitt var að finna svar við í leik okkar við Norðmenn, var þegar Norðmennirnir sneru íslenskum hraðaupphlaupum í eigin ofurhraðaupphlaup sem enduðu með mörkum fyrir þá.
Fyrir rúmum áratug var fjallað um komandi gullaldarlið Íslands í knattspyrnu.
Það er alveg óhætt að smella svipuðu á núverandi handboltalandslið.
Þetta er búið að vera hressandi, bæði í Egyptalandi, HM-stofunni og á netinu.
Hafið öll þökk fyrir, sem tókuð þátt í því. Takk fyrir skemmtunina!
Tap fyrir Noregi í lokaleiknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.