Var ekki flugvél stolið einu sinni á Reykjavíkurflugvelli?

Eitt skemmtilegasta atriðið á sínum tíma í hinum vinsæla útvarpsþætti "Útvarp Matthildur" var skopstæling á talstvöðvarsamtali ölvaðs flugmanns, sem hafði stolið flugvél, við fólkið hans á jörðu niðri sem reynxi, ásamt flugumferðarstjórunum að fá til að hætta þessu rugli og lenda vélinni. 

Ef rétt er munað var þetta grátbroslega samtal byggt á raunverulegum atburði sem gerðist á Reykjavíkurflugvelli þegar ölvaður maður tók litla flugvél traustataki þar sem hún stóð við völlinn og brá sér í loftið á henni. 

Gaman væri að heyra hvort einhverjir muna eftir þessu. 

 


mbl.is Flugvél stolið á gamlárskvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

https://timarit.is/page/2397727?iabr=on#page/n0/mode/1up/search

sigurður jón björnsson (IP-tala skráð) 24.1.2021 kl. 21:01

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já ég man þetta vel. Þetta gerðist og endaði klakklaust. Enda getur getur góður  flugmaður kannski flogið fullur þó að menn eigi nú ekki að leggja það í vana sinn enda ólöglegt og óforsvaranlegt gagnvart meðborgurunum eins og fylleríisakstur er í grunnin. Það er ekkio bara þú heldur hinir sem eru undir.

Halldór Jónsson, 24.1.2021 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband