28.1.2021 | 08:51
Dýrmæt áhrif í gegnum allt heilbrigðiskerfið.
Frá upphafi kórónaveikifaraldursins hafa verið á kreiki alls kyns kenningar um kosti og galla þeirra mismunandi sóttvarnaraðgerða, sem hafa verið notaðar til að verjast áhrifum hans.
Ein kenningin hefur snúist um það að gera sem minnst og lofa frumskógarlögmálinu að ríkja í öllu sínu veldi og veirunni að "grisja" af vild.
Afleiðingarnar af þessu komu fljótlega í ljós í því formi, sem sást til dæmis á upphafsstaðnum í Wuhan og í New York í Bandaríkjunum þar sem heilbrigðiskerfið og andlátsþjónustukerfið sprungu í tætlur á afdrifaríkan hátt; með örmagna, sjúku og deyjandi heilbrigðisstarfsfólki, yfirfullum líkhúsum og fjöldagrafreitum og hruni heilsugæslu gagnvart fólki með aðra sjúkdóma en COVID-19.
Myndun stórra biðlista við rannsóknir og skimanir vegna banvænna sjúkdóma og ótímabær dauðsföll á þeim vettvangi var ein birtingarmyndin.
Alla þessa öld hefur vanmat á gildi heilbrigðiskerfisins verið rikjandi bæði hér á landi og annars staðar. Það birtist til dæmis í ónýtum húsakosti vegna vanrækslu á viðhaldi.
Góð staða hér á landi miðað við önnur lönd er ekkert sjálfgefin og hefur að vísu kostað endurmat á því einstaklingsfrelsi sem birtist í réttinum til að stuðla að smiti annarra.
Áhrif mismunandi skoðana og aðferða við sóttvarnir á atburðina í kringum forsetakosningarnar í Bandaríkjunum er efni í bloggpistil.
Ísland í 7. sæti yfir viðbrögð við faraldrinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þorsteinn Siglaugsson, 28.1.2021 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.