29.1.2021 | 13:03
Hugsanlega margt sem Kófið breytir til batnaðar til frambúðar.
Fyrir rúmu ári óraði engan fyrir því sem dunið hefur yfir heimsbyggðina í formi COVID-19 heimsfaraldursins.
Og þegar vöxtur faraldursins var sem mestur í fyrstu bylgju hans sýndust öll sund lokuð víða lokuð til þess að bregðast við honum.
Það var ekki beint uppörvandi kortið af ríkjum heims með Ísland eldrautt og fáa hefði þá grunað að það gæti breyst í algera andstæðu, með Ísland sem eina græna landið.
Þetta getur átt við um fleira.
Enda þótt enn sjáist ekki fyrir endann á þeim margvíslegu vandræðum sem hafa dunið yfir má þó sjá að margar lausnir við honum hafa ekki einasta opnað alveg nýjar dyr og möguleika, heldur gæti það orðið til frambúðar.
Eitt af því felst í þeirri grónu hugsun frá fortíðinni, að starfsmaður þurfi ævinlega að vinna starf sitt á þeim stað, þar sem starfsmannaskrá hans er.
Af mikilli íhaldssemi í þeim efnum getur nefnilega leitt fyrirkomulag sem er óhagkvæmara og rígbundnara en það þyrfti að vera.
Nú sjást dæmi um að starfsfólk sem áður þurfti að sinna viðveru á skráðum vinnustað, hefur jafnvel ekki komið þar inn vikum eða jafnvel mánuðum saman en samt skilað fullu vinnuframlagi og vel það.
Áður hefur verið minnst á dæmi um slíkt, sem gefur til kynna að hið nýja fyrirkomulag sem kófið leiddi af sér geti orðið til frambúðar.
Það fólst í því að þessi starfsmaður var á skiptiborði bifreiðaumboðs, sem er með umboð fyrir nokkrar mismunandi gerðir bíla og vélhjóla og starfsemi á nokkrum stöðum.
Starfsmaðurinn býr fyrir austan fjall eins og margir aðrir, sem vinna á höfuðborgarsvæðinu og ók einfaldlega að heiman á hverjum morgni og heim aftur að kvöldi.
Hann var búinn að vinna lengi fyrir fyritækið og afla sér reynslu sem kom sér afar vel á skiptiborðinu.
Þegar Kófið skall á var gripið til þess ráðs að nýta nútíma tækni til þess að hann gæti sinnt starfi sínu heima frá sér, og fannst svo góð lausn, að vafasamt er að aftur verði horfið til hins fyrra fyrirkomulags úr því að hið nýja sparar mikil fjárútlát varðandi akstur fram og til baka á hverjum degi.
Mjög líklegt er, að mörgu, sem breytt var vegna Kófsins verði ekki breytt til baka og ekki fjarri lagi að sumt af því sem hefur leitt af sé aukið hagræði og hagkvæmni muni skila ávinningi hagræði og ágóða.
Tæpur helmingur meira á vinnustað en heima | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ferðalög og dagpeningar voru partur af launakjörunum. Að geta komið heim reglulega úr flugstöðinni með bjór og brennivín lyfti lífinu.
Halldór Jónsson, 29.1.2021 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.