Aðrar kröfur í Kína, Indlandi og Rússlandi en í Evrópu.

Kínverjar hafa um nokkurra ára skeið verið mesta bílaframleiðsluþjóð veraldar.Suzuki Alto á Neshálsi við Loðmundarfjörð (2)

Indverjar eru líka öflugir. En þarfir fólks, aðstæður og fleira kalla á minni kröfur á sumum sviðum, eins og til dæmis í öryggismálum.  

Sem dæmi má nefna Suzuki Alto, sem var mest seldi bíll Indlands árum saman.

Á myndinni er íslenska útgáfan á leið upp Nesháls milli Húsavíkur eystri og Loðmundarfjarðar og þótt indverska útgáfan væri  nánast eins í útliti þar í landi og á Vesturlöndum, þar á meðal Íslandi, er sá indverski mjórri en hinn evrópski og ekki með loftpúða og árekstravarnir. 

Það er gert til að halda verðinu niðri í samkeppni við milljónir léttbifhjóla í Asíulöndum. 

Tilraunin með langódýrasta og einfaldasta bíl heims, Tata Nano, mistókst hins vegar alveg, Indverjarnir voru of snobbaðir fyrir svo óskaplega frumstæðan bíl sem gargaði á það hve ódýr hann væri, var þar að auki var með herfilega útkomu í öryggismálum og mun óliprari í umferðinni en hjól. Auk þess miklu betra að vera á flottu hjóli sem vekti aðdáun .  

Gerð var samanburðartilraun í árekstraprófunum á nokkrum indverskum bílum sem seldir eru í Evrópu og bílum með sama heiti á Indlandi.  

Bílarnir fyrir Evrópumarkaðinn stóðu sig alveg þokkalega og sýndu, að vel var hægt að smíða góða bíla þar í landi, svo sem eins og Landrover, Range Rover og Jagúar.

En bílarnir, sem gerðir voru fyrir indverska markaðinnn kolféllu á prófinu og fengu enga stjörnu af fimm.  Dacia Spring el-car (2)

Svipað er að segja um kinverska bíla, sem á heimamarkaði eru ekki gerðir fyrir sömu öryggiskröfur og hér. 

 Nýjasta dæmið fyrsti Dacia (Renault) rafbíllinn, Dacia Spring, sem væntanlegur er til Evrópu í haust á afar hagstæðu verði.

Hann afar líkur kínverskum bíl frá Renault með allt öðru heiti og munu Kínverjar vanda sig við öryggisþáttinn fyrir Evrópumarkaðinn og meðal annars hafa sex loftpúða innan í Dacia Spring.  

Rússneski markaðurinn hefur löngum verið með aðrar kröfur um mengun og öryggi en þær vestrænu. lada_niva_og_fri_thjofur

Voru Lada verksmiðjurnar árum saman basli með að standast Evrópustaðlana, svo að Lada Niva (á Íslandi Lada Sport) leið til dæmis fyrir það, loftpúðalaus með öllu. 

Myndin er tekin á leiðinni í Herðubreiðarlindir með sjálft þjóðarfjallið í góðviðrismistrinu í baksýn, en Friðþjófur Helgason mundar myndavélina. 

Við slíkar aðstæður nýtur þessi fyrrum framúrstefnujeppi sín vel og stendur undir jeppaskilgreiningunni. 

En í Rússlandi er það margt forríkt fólk, að fyrir rúmum áratug, þegar nýr Toyota Landcruiser var kynntur, voru Rússland og Ísland fremst í röðinni í kynningunni og sölunni. 

Eru Íslendingar þó 400 sinnum færri en Rússar. 

 


mbl.is Rafbílum fjölgar í Kína og Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjól vekja ALDREI aðdáun!

Ragnar Þ. Þóroddsson (IP-tala skráð) 30.1.2021 kl. 07:57

2 identicon

Ragnar; þú talar auðvitað bara fyrir sjálfan þig.

Thorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 30.1.2021 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband