4.2.2021 | 20:10
Enn þarf að slá í orkuskiptaklárinn!
"Orkuskipti - koma svo!" var kjörorð sem kynnt var á vegum þessarar bloggsíðu í ágúst 2015.
Þar var sýnt verklega og í fjölmiðlum jve gífurleg verðmæti væri hægt að spara með því að skipta úr jarðefnaeldsneyti yfir í rafmagn.
Að reyna að kynna þetta með fréttatilkynningu hefði verið vonlaust.
Jafnvel pappírar með vel útreiknuðu dæmi hefði sennilega ratað beint í ruslafötuna hjá fjölmiðlum.
Eina ráðið var að sýna þetta með algerlega raunhæfu dæmi, hvernig hægt væri að flytja einn mann landleiðina frá Akureyri til Reykjavíkur á rúmum tveimur sólarhringum á rafreiðhjólinu Sörla og samt varð vegna takmarkana á ferðum reiðhjóla um Hvalfjarðagöngin að fara fyrir Hvalfjörð.
Orkukostnaðurinn í þessari ferð var 115 krónur.
Lítið gerðist samt í málunum almennt og sumarið eftir var ferðinni fylgt eftir með því að flytja einn mann á léttbifhjólinu Létti frá Reykjavík til Akureyrar á 5 og hálfri klukkustund fyrir 1900 krónur í orkukostnað.
Haldið var áfram og allur hringurinn farinn á rúmum sólarhring fyrir 6400 krónu orkukostnað.
Lítið gerðist þó enn þannig að sumarið eftir voru tveir möguleikar til orkunýtni kynntir:
Farin alls 2000 kílómetra "trúbaodorferð" bæði stóra hringinn og Vestfjarðahringinn í beinu framhaldi, með hljómdiska og hljóðkerfi á hjólinu, haldnir þrennir tónleikar og um 15 kynningar á safndiskinum.
Auk þess var skotist í ferð á hjólinu einn daginn til Siglufjarðar og til baka aftur sama dag, alls 800 kílómetrar.
Smám saman fóru rafhjól bíla og bifhjóla að rúlla á landsvísu og segja má að síðastliðin tvö ár hafi komið heilmikil bylgja í þessum efnum.
Handan við hornið lúrir möguleik á sér bylgju rafknúinna léttbifhjóla með útskiptalegum rafhlöðum og var það prófað og kynnt hér á síðunni á hjólinu Léttfeta, sem er rafknúið léttbifhjól og býður upp á möguleika á afar góðum ferðum í þéttbýli á lipran hátt sem jafnvel tekur fram hraða bíla fyrir aðeins 80 aura kostnað á hvern ekinn kílómetra.
Líkt var eftir því að hægt væri fá leigðar rafhlöður fyrir svona rafhjól á orkusölustöðum líkt og gerist með gaskúta, en slík kerfi eru að byrja að ryðja sér til rúms erlendis.
Í einni ferðinni var Gullni hringurinn, alls rúmlega 220 kílómetrar, ekinn á fjórum klukkusTundum. Drægnin á einni hleðslu gat verið allt að 100 til 130 kílómetrar eftir þvi hve hratt væri farið.
Líklega er ekkert land í heimi jafn hentugt fyrir svona orkuskiptabyltingu og Ísland, en eins og í svo mörgu sem felur í sér algerar breytingar, þarf að berjast við tregðu og fordóma með upplýsingar að vopni til þess að þoka málum áfram.
Nýir möguleikar eru að opnast á mun ódýrari og einfaldari rafbílum, sem sumir hverjir verða með útskiptanlegum rafhlöðum.
Tveir af gerðinni Tazzari, tveggja sæta bílar með 90 km hámarkshraða og 90 km drægni á hleðslunni, hafa verið í umferð hér á landi síðan 2017 með miklu minni kostnaði en nokkrir aðrir rafbílar.
Rauði bíllinn á myndinni er af þeirri gerð, en fyir framan hann er rafknúinn tveggja sæta Smart.
Helsti ókosturinn er sá, að bílarnir miðast fyrst og fremst við að taka hleðslu úr venjulegri heimilisinnstungu og geta ekki notast við hraðhleðslustöðvar.
Neðst er mynd af komandi byltingarkenndum rafbíl, SEAT-Volkswagen Minimo sem er með útskiptanlegum rafhlððum og Volkswagen verksmiðjurnar ætla mikinnn hlut í byltingu í samgöngum.
Í
Bensín og olía heyri sögunni til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvern fjandann ertu alltaf að æða þetta? Af hverju ertu bara ekki heima og sparar allar upphæðirnar.? Þú ekkert einasta erindi þangað eða á Siglufjörð. Vertu bara heima hjá þér og sparaðu.
Halldór Jónsson, 4.2.2021 kl. 21:01
Víst átti ég erindi á Siglufjörð og stansaði þar í þrjá tíma til að skoða hús sem gamall vinur minn frá Cargoluxdögunum í den á þar og bauð mér að nota þetta hús sem athvarf fyrir fornbíla, sem ég átti. Orkukostnaðurinn í Siglufjarðartúrnum var ekki nema 4 þúsund kall.
Ómar Ragnarsson, 4.2.2021 kl. 23:30
Jæja Ókey, hvað var þetta með Cargolux og þig?Ég hef aldrei heyrt um það.
Halldór Jónsson, 5.2.2021 kl. 01:05
Rafbílar senn ráðandi: Fjölgar hratt. Frétt í mogganum.
Auðvitað þurfa allir að fara í höfuðborgina( bæinn) minnst einu sinni á ári, Halldór. Hvernig læturðu?
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 5.2.2021 kl. 06:32
Glúrinn ertu Ómar, átt heilan flota af amrískum bensínjálkum, alvöru drossíum, til hvers veit þó enginn, því þú ferðast um landið á rafhjólum. Laumast um landið til að geta blótað á laun, startað heilum flota af amrískum eðalvógnum. Af hverju notarðu ekki einhvern þeirra á flandri þínu um landið? Og hvað hefurðu að gera með allan þennan flota bensínjálka? Ekki lái ég þér það að gera svo, en finnst skjóta skökku við að aðalhvatamaður rafhjóla skuli blóta á laun.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 5.2.2021 kl. 07:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.